Úrval - 01.02.1952, Page 5
UM UPPRUNA LlFSINS
3
því vitni, auk þess sem þeir sýna
fjölda smáatriða og sérkenna,
sem finna má enn í dag í jurt-
um og dýrum. Þó að tegunda-
fjöldinn á kambríutímabilinu
hafi naumast verið meira en tí-
undi hluti þess sem nú er, er
útlit og líffæraskipun mjög svip-
að því sem er nú, svo mjög, að
fundizt hafa steingervingar af
t. d. skelfiskum, sem ekki hafa
tekið neinum verulegum breyt-
ingmn fram á þenna dag. Jurt-
ir, sem fundizt hafa frá kam-
bríutímabilinu, líkjast einna
mest þöiungum nútímans.
1 stórum dráttum má segja,
að ekki hafi skeð neinar róttæk-
ar nýjungar í lífheimi jarðarinn-
ar á undanfömum 500 ármiljón-
um. Lífið á kambríutímabilinu
hefur stjórnazt a.f sömu grund-
vallarlögmálum og nú, þó að
jurtir og dýr hafi þá kannski
ekki. enn tekið sér bólfestu á
þumlendi jarðarinnar. En á botni
vatna og sjávar hafa skriðið
ýmsar tegundir krabbadýra,
burstorma og svampa innan um
þörungana. Lífið gekk sinn
jafna gang: dýrin átu jurtir —
og hvert annað — og jurtirn-
ar nærðust, eins og þaragróður-
inn nú á tímum, með því að
taka til sín kolsýru með aðstoð
sólarljóssins. Dýrin gáfu á hinn
bóginn frá sér kolsýru, sem
myndaðist við brunann í líkama
þeirra, og þannig hélzt hringrás-
in gangandi.
Samsetning andrúmsloftsins
hefur sjálfsagt verið svipuð og
hún er nú. Kolsýrumagnið get-
ur naumast hafa verið meira
svo nokkm nemi, því að meðal-
hitinn á yfirborði jarðar hefði
þá orðið allmiklu hæmi; en frá
kambríutímabilinu og jafnvel
fyrir þann tíma hafa menn fund-
ið merki um frost og staðbundn-
ar ísaldir. Súrefnismagnið hlýt-
ur einnig að hafa verið svipað
og nú, því að allt bendir til að
lífverur kambríutímabilsins,
einkum þó dýrin, hafi andað,
þ. e. tekið til sín súrefni til að
brenna hinum ýmsu köfnunar-
efnissamböndum og mynda kol-
sýra. Ef vér reiknum með heild-
amotkun súrefnis í samræmi við
núverandi neyzlu allra dýra
merkurinnar, komumst vér að
þeirri niðurstöðu, að súrefnið í
andrúmsloftinu hefði átt að eyð-
ast með öllu á hémmbil 10 þús-
und áram. Jafnvel þótt vér ger-
um ráð fyrir, að allar þær líf-
verar, sem lifðu á jörðinni fyrir
500 miljónum ára hafi aðeins
verið 1 eða 2% af þeim lífver-
um, sem nú era lifandi, hefði
súrefnið á kambríutímabilinu að-
eins átt að endast í miljón ár,
ef ekkert hefði bætzt við. Nú
vitum vér, að meginið af súrefn-
inu, sem andrúmsloftinu berst,
kemur frá jurtunum sem úr-
gangsefni við nýtingu kolsýr-
unnar til vaxtar, og liggur því
nærri að álykta, að sama efna-
breytingin hafi átt sér stað í
þörungunum á kambríutímabil-
inu og þeir hafi því einnig lagt
andrúmsloftinu til súreíni. Þessi