Úrval - 01.02.1952, Page 5

Úrval - 01.02.1952, Page 5
UM UPPRUNA LlFSINS 3 því vitni, auk þess sem þeir sýna fjölda smáatriða og sérkenna, sem finna má enn í dag í jurt- um og dýrum. Þó að tegunda- fjöldinn á kambríutímabilinu hafi naumast verið meira en tí- undi hluti þess sem nú er, er útlit og líffæraskipun mjög svip- að því sem er nú, svo mjög, að fundizt hafa steingervingar af t. d. skelfiskum, sem ekki hafa tekið neinum verulegum breyt- ingmn fram á þenna dag. Jurt- ir, sem fundizt hafa frá kam- bríutímabilinu, líkjast einna mest þöiungum nútímans. 1 stórum dráttum má segja, að ekki hafi skeð neinar róttæk- ar nýjungar í lífheimi jarðarinn- ar á undanfömum 500 ármiljón- um. Lífið á kambríutímabilinu hefur stjórnazt a.f sömu grund- vallarlögmálum og nú, þó að jurtir og dýr hafi þá kannski ekki. enn tekið sér bólfestu á þumlendi jarðarinnar. En á botni vatna og sjávar hafa skriðið ýmsar tegundir krabbadýra, burstorma og svampa innan um þörungana. Lífið gekk sinn jafna gang: dýrin átu jurtir — og hvert annað — og jurtirn- ar nærðust, eins og þaragróður- inn nú á tímum, með því að taka til sín kolsýru með aðstoð sólarljóssins. Dýrin gáfu á hinn bóginn frá sér kolsýru, sem myndaðist við brunann í líkama þeirra, og þannig hélzt hringrás- in gangandi. Samsetning andrúmsloftsins hefur sjálfsagt verið svipuð og hún er nú. Kolsýrumagnið get- ur naumast hafa verið meira svo nokkm nemi, því að meðal- hitinn á yfirborði jarðar hefði þá orðið allmiklu hæmi; en frá kambríutímabilinu og jafnvel fyrir þann tíma hafa menn fund- ið merki um frost og staðbundn- ar ísaldir. Súrefnismagnið hlýt- ur einnig að hafa verið svipað og nú, því að allt bendir til að lífverur kambríutímabilsins, einkum þó dýrin, hafi andað, þ. e. tekið til sín súrefni til að brenna hinum ýmsu köfnunar- efnissamböndum og mynda kol- sýra. Ef vér reiknum með heild- amotkun súrefnis í samræmi við núverandi neyzlu allra dýra merkurinnar, komumst vér að þeirri niðurstöðu, að súrefnið í andrúmsloftinu hefði átt að eyð- ast með öllu á hémmbil 10 þús- und áram. Jafnvel þótt vér ger- um ráð fyrir, að allar þær líf- verar, sem lifðu á jörðinni fyrir 500 miljónum ára hafi aðeins verið 1 eða 2% af þeim lífver- um, sem nú era lifandi, hefði súrefnið á kambríutímabilinu að- eins átt að endast í miljón ár, ef ekkert hefði bætzt við. Nú vitum vér, að meginið af súrefn- inu, sem andrúmsloftinu berst, kemur frá jurtunum sem úr- gangsefni við nýtingu kolsýr- unnar til vaxtar, og liggur því nærri að álykta, að sama efna- breytingin hafi átt sér stað í þörungunum á kambríutímabil- inu og þeir hafi því einnig lagt andrúmsloftinu til súreíni. Þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.