Úrval - 01.02.1952, Page 11
UM UPPRUNA LlFSINS
9
vera aðalorku- og vetnisgjafinn;
við tekur sólarljósið og vatnið,
hinar frumstæðu lífverur eru
ekki lengur bundnar við þá staði
þar sem mikið er af brennisteins-
vetni, þær geta yfirgefið lónin
og lifað áfram annarsstaðar. En
nú fer lífið að verða hættulegt,
því að um leið og vetni er tekið
úr vatninu, losnar súrefni úr
læðingi og afleiðingar þess láta
ekki lengi bíða eftir sér. Þó að
vinnsla vetnisins úr vatni hafi
að sjálfsögðu verið í mjög smá-
um stíl lengi vel, bafa varla lið-
ið margir tugir ármiljóna áður
en svipuð efnasambönci og komu
af stað fyrstu vetnisvinnslunni
úr vatni tóku að örva súrefnið
til að leysa í sundur Iífefnin,
kljúfa þau í kolsýru, ammoníak
og vatn. Sumar hinna tiltölulega
þroskuðu hlaupkenndu lífvera,
sem lærðu að nota kolsýru sem
byggingarefni í sambandi við
sundurgreiningu sólaljóssins á
vatni, höfðu rnikla möguleika til
að bæta sér upp þessi eyðandi
áhrif súrefnisins, þess súrefnis
sem þær framleiddu sjálfar.
Raunar er einnig annað úrræði:
að gera nauðsynina að dyggð,
að lífveran noti súrefnið til þess
að brenna öll önnur kolefnissam-
bönd en þau, sem eru í líkama
hennar sjálfrar.
Leikurinn er hafinn. Hið mik-
ilvægasta af öllu hefur skeð:
tvær tegundir frumstæðra líf-
vera hafa skapast, önnur teg-
imdin við stöðugar nýmyndan-
ir úreinföldumkolefnissambönd-
um og að lokum aðeins úr kol-
sýru, sem jafnframt leysir súr-
efni úr læðingi og gefur það and-
rúmsloftinu; hin tegundin sem
notar sér súrefnið til að heyja
sér vaxtarefni úr flóknum kol-
efnissamböndum. Með víxlverk-
unum þessara tveggja tegunda,
hvorrar fyrir sig og í einskonar
frumstæðri blöndun eða sam-
bræðslu — hefur svo smámsam-
an skapast einskonar jafnvægi
í náttúrunni. Frumstæð kolefnis-
hringrás hefur skapast og tæki-
færin standa hinum einstöku líf-
verum opin. Stórar heildir skipt-
ast í minni; það hefst samvinna
og sérhæfing, og þegar líður að
lokum annars ármiljarðans, á
aðgreining hinna fyrstu lífvera
að vera orðin nægileg til þess
að þær gæti orðið forfeður þess
jurta- og dýralífs, sem birtist
rétt fyrir kambríutímabilið.
Bygging lífveranna tekur á sig
fastara form jafnframt því sem
þær verða fíngerðari í byggingu,
kynæxlunin kemur smámsaman
í stað hinnar einföldu skipting-
ar og lífið blossar upp á kam-
bríutírnabilinu í allri auðlegð
sinni. Framhaldið þekkjurn vér.
Síðasti kvisturinn á meiði lífsins
erum vér mennirnir.
Þessi skyndimynd af tilkomu
lífsins er auðvitað að miklu leyti
byggð á tilgátum, en hún gef-
ur þó ef til vill dálitla hugrnynd
um, að hve mikiu leyti er hægt
að velja úr og hafna tilgátum,
sem eru beinlínis ósennilegar. Eg
hygg að fleiri hafni nú orðið