Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 20

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 20
18 tJRVAL varir og nef. Þeim þykir að þessu hin mesta prýði, en okk- ur myndi finnast það óbærileg lýti. Fótur kínverskrar hefðar- meyjar er bæklaður, en þessi bæklun er upphefð hennar og fegurðarauki. Hún telur því alls ekki bæklun sína lýti. En ís- lenzk stúlka með sömu fötlun myndi líða sárar sálarkvalir, og gæti bæklunin haft hin óheilla- vænlegustu áhrif á sálarlíf hennar. Sálrænar afleiðingar eða verkanir líkamslýta og fötlun- ar eru í velflestum tilvikum mest komnar undir afstöðu al- menningsálitsins til þeirra, og sérstaklega afstöðu þeirra, sem bamið hefur mest mök við og bein kynni af. Því reyna upp- eldisfræðingar að hafa áhrif á afstöðu almennings í þessu efni, þannig, að hann temji sér réttara og mannúðlegra viðhorf við þessum einstaklingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Án efa hefur þegar talsvert áunnizt hér með al- mennri fræðslu um uppeldismál. Því má þó ekki gleyma, að mjög erfitt er að breyta fegurð- arsmekk manna, þ. e. mati þeirra á líkamslýtum, með for- tolum og fræðslu, þótt ég vilji hins vegar ekki halda því fram, að þau séu þýðingarlaus. Alltaf er og verður því mikilsvert að leiðbeina þeim, styrkja þá og hvetja, sem haldnir eru fötlun eða líkamslýtum, svo og upp- alendur þeirra, því að jafnvel í óhagstæðu félagslegu um- hverfi getur hinum lýtta eða fatlaoa rnanni tekizt að halda geðheilsu sinni og verða ham- ingjusamur, þrátt fyrir ann- marka sína, ef hann bregzt rétt við þeim. Við skulum nú athuga stutt- lega hin algengustu áhrif, sem fötlun og lýti hafa á menn: 1. Frá því að barnið verður sér meðvitandi um annmarka sinn, er hætt við að hann verði því tilefni alls konar heilabrota, það hugsar of mikið um sjálft sig eða miklu meii'a en heppi- legt er. Áhugi þess dregst því meira frá athöfnmn og við- fangsefnum sem það hugsar meira um sjálft sig, ástæðurn- ar til annmarka síns og þær af- leiðingar, sem hann kann að hafa. 2. Annrnarkinn verður oft tilefni vanmetakenndar, sem getur birzt í fjölmörgum og stundum torkennilegum mynd- um. Barnið finnur, að það skort- ir eitthvað til jafns við aðra, er þeim frábrugðið. Ef um áber- andi lýti er að ræða, finnur það, að það vekur eftirtekt, það sér á svip manna, að lýtin eru þeim ógeðfelld, eða það finnur, að það vekur forvitni eða með- aumkun annarra, sem eru því óvelliomin, stundum verður það ýmsum jafnvel til skops eða aðhláturs. Allt þetta er til þess fallið að særa sjálfsvirðingu og draga úr heilbrigðu sjálfs- trausti bamsins. Því er hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.