Úrval - 01.02.1952, Page 23
ÁHRIF LlKAMSLÝTA OG FÖTLUNAR
21
andlega liðan mannsins. Þá ber
að hafa það hugfast, að sama
fötlunin eða lýtið hefur oft eng-
an veginn sömu þýðingu fyrir
karla og konur. Yfirleitt eru
konur miklu næmari fyrir sál-
rænum áhrifum frá líkamslýt-
um, ef svo má segja. Þetta skýr-
ist bezt ef dæmi er tekið um
lýti á höndum og á andliti: Ung
og falleg stúlka er lýtt á hendi,
hefur t. d. kartnögl á einum
fingri eða fleiri. Þetta er í
sjálfu sér ekki mikiil bagi
líkamlega séð. Stúlkan er fær
til allra venjulegra verka eftir
sem áður. En samt sem áður
er kartnöglin svo leiðinlegt og
áberandi lýti, að mjög sennilegt
er, að það valdi stúlkunni sár-
um sálarkvölum, hún kemst
brátt að raun um, að það skerð-
ir mjög farmtíðarmöguleika
hennar til að njóta hamingju.
Lýti hennar veldur því hæglega,
að hún getur ekki gifzt þeim
manni, sem henni er samboðinn
að gáfum, menningu og stöðu í
þjóðfélaginu. Sakir þessa lýtis
er hún ef til vill ógift alla ævi.
Hún veit að lýtið eitt á sök á
þessu, og því ekki óeðlilegt, að
hjá henni kenni nokkurrar
beiskju gagnvart lífinu. Lýtið
hefur fellt hana mjög í verði á
giftingarmarkaðinum, svo að
notað sé berort og fremur ó-
skemmtilegt orðtak. Við verð-
um að gera okkur ljóst, að það
er staðreynd, að karlmenn eru
mjög ófúsir til að kvænast lýtt-
um eða fötluðum konum, ef fötl-
unin er jafnframt áberandi lýti.
Því er hætt við, að það sé al-
gengt meðal kvenna með lík-
amslýti, að þær taki niður fyr-
ir sig, ef þær á annað borð gift-
ast, og er þá líklegt, að líf þeiri'a
verði stórum hamingjusnauð-
ara en það hefði annars orðið.
Ég vil samt ekkert fullyrða um,
hve algengt þetta er, en ég hef
séð þess allmörg dæmi, að kon-
ur með líkamslýti, eins og kart-
nögl, hafi gifzt mönnum, sem
voru þeim alls ekki samboðnir.
Ég vildi því brýna alvarlega
fyrir foreldrum, að láta einskis
ófreistað, einkum þegar telpur
eiga í hlut, til að fá líkamslýti
þeirra löguð, ef þess er nokkur
kostur. Þótt sum lýti séu þann-
ig, að þau hái telpunni lítið eða
ekki meðan hún er á barnsaldri,
mega menn ekki vera svo
skammsýnir að vanrækja að
ráða bót á þeim, heldur hafa
framtíð telpunnar í huga og
spyrja sig: Er líklegt, að lýtið
hafi óheillavænleg áhrif á telp-
una, þegar hún er orðin full-
orðin og verði þröskuldur á vegi
harningju hennar?
2. Nú er sumum lýtum og
fötlun þannig farið, að á þeim
fæst ekki bót, a. m. k. ekki al-
ger. Manninum er þá nauðugur
kostur að búa við þau alla ævi.
Þetta er þungbært hlutskipti,
en þó tjáir ekki að láta hugfall-
ast. Eins og áður er að vikið,
fær hvert heilvita barn fyrr eða
síðar vitneskju um annmarka
sinn. En á að reyna að dylja