Úrval - 01.02.1952, Side 34

Úrval - 01.02.1952, Side 34
32 ÚRVAL viktoríutímabilsins um konuna, með lítillæti og blíðu í röddinni. Og hvað um nútímann? Úr því að kvenþjóðin hefur haldið frelsi sínu, hversvegna hélzt þá ekki tízkan frá þriðja tug ald- arinnar óbreytt? Hvernig er hægt að skýra tízku tveggja síðustu áratuga? Á fjórða tug aldarinnar tog- uðust tvö öfl á. Annarsvegar var tilhneiging kvenfrelsistíma- bilsins til að halda í daufa liti og beinar línur; hinsvegar var vaxandi þrá eftir nýju viktoríu- tímabili, tímabili félagslegs og efnahagslegs stöðugleika, jafn- vel þótt því fylgdi að karlmenn- irnir fengju meira vald. Fyrir áhrif seinni tilhneig- ingarinnar færðist mittið á réttan stað, en sú fyrri kom í veg fyrir að mikið yrði þrengt að því. I staðinn kom dálæti á grönnum mjöðmum, sem er ósamrýmanlegt viktoríutíma- bilinu. Með því segir kvenþjóð- in, eins skýrt og unnt er að tjá gegnum tízkuna: „Við ætlum ekki að eignast mörg börn.“ Þröngt mitti og vítt pils varð þó tízka rétt fyrir stríðið, en styrjöldin kollvarpaði von- um manna um félagslegan og efnahagslegan stöðugleika, og línurnar urðu aftur beinar. Eft- ir stríðið, þegar enskar konur kynntust franskri tízku sem þróast hafði undir strangri stjórn Petains, brá þeim í brún, Síðan hefur tízkan verið mjög á reiki eins og alltaf þegar sú tízka sem hið raunverulega ástand knýr á um er færð úr skorðum fyrir áhrif „óska- draurna". Sem stendur lifum við öll að meira eða minna leyti í „óska- draumum“. Með „The New Look“ eins og tízkan eftir stríð- ið hefur verið kölluð, segir kon- an: „Ég vildi óska að ég hefði einhvern til að þvo upp fyrir mig.“ Harðkúluhattarnir og þröngu buxurnar sem ungir tild- ursmenn nota nú, tjá löngun til að hverfa aftur til ástandsins eins og það var á fyrsta tug aldarinnar. Með því að ekki eru minnstu líkur til að þessar óskir rætist, er þess ekki að vænta að „New Look“ tízkan eða þröngu bux- urnar verði langlífar. En hvað tekur þá við ? Kven- frelsisöldur hafa nokkrum sinn- um risið á undanfömum öldum, en þær hafa jafnan fjarað út aftur. I þetta skipti virðist svo sem aldan ætli ekki að f jara út, jafnrétti kvenþjóðarinnar verði áður en líkur algert. Rök- rétt afleiðing af því er að kven- fólkið fari að ganga í buxum — nema þegar það þarf að ganga í „tækifæriskjólum“. Tvennt hefur á liðnum tím- um stuðlað að því að kvenbún- ingar hafa allatíð hneigzt til þess að vera skrautlegir og lokkandi: skrautið og íburður- inn var vísbending eða auglýs- ing á auði eiginmannsins eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.