Úrval - 01.02.1952, Side 38

Úrval - 01.02.1952, Side 38
36 TJRVAL nýja sendimenn með gjafir, og í júlí 803 kom Abdallah, arabísk- ur sendiherra, til hirðar hins franska keisara. Hann hafði með sér úr úr kopar, sennilega vatns- úr. Um hádegið, á slaginu tólf, sáust tólf eirkúlur falla niður í málmskál svo að klingdi við og tólf riddarar komu út úr tólf hliðum og riðu svo inn aftur og hurfu. Þetta vatnsúr hlýtur að hafa vakið aðdáun í Vesturlöndum, sem þá vora að byrja að hefj- ast til æðri menningar undir stjórn Karls mikla. Annars er lítið vitað hvernig almenningur á vesturlöndum mældi tímann. Sjálísagt hafa bændur notað skuggann sinn eða stöðu sólar- innar jrfir „hádegisfjalli", sem víða eru til. 1 einstaka klaustri og hjá stöku þjóðhöfðingja hafa kannski verið til vatnsúr. Þeir sem efni höfðu áttu sólvísa úr málmi, og styttri tíma mældu menn með stundaglasinu, sem var lítið „vatnsúr" úr tveim gler. hylkjum með þröngum gangi á milli og var í stað vatns not- aður sandur, sem seytlar úr öðru hylkinu í hitt. Stundaglösin voru ekki sérlega nákvæm, innanborð glerhylkjanna og pípunnar á milli þeirra varð að vera vel slétt og sandurinn jafnfínn, og snúa varð glasinu um leið og efra hylkið tæmdist, annars varð tímamælingin röng. Á miðöldunum færðist menn- ingin norður á bóginn. Frá Egyptalandi, Mesópótamíu og hinum sóibjörtu löndum Mið- jarðarhafsins til landanna við Atlantshafið, Norðursjóinn og Eystrasaltið, þar sem ekki naut eins oft sólar. Sólúrin vora því ekkieins áreiðanleg þar. Klaustr- in vora miðstöð mennta og upp- finninga. Lífið þar var bundið föstum reglum. Þar skiptust guðræknistundir á við vinnu- stundir með reglulegu millibili. Klukkum var hringt eftir tilvís- un sólúrsins eða stundaglassins, en einhverntíma á þrettándu öld gerði einhver óþekktur hug- vitsmaður merkilega uppfinn- mgu. Öldum saman höfðu menn glímt við að finna upp vél, sem gengið gæti sjálfkrafa, svokall- aða eilífðarvél (perpetuum mo- bile). Vél, sem losað gæti menn- ina undan þrældómsoki vinnu- stritsins og komið með nýtt tímabil fögnuðar, áhyggjuleysis og auðæfa. Margir töldu, að með klukkuverkinu væri gátan leyst. Uppfinnmgamaður klukku- verksins er ókxmnur eins og þeir velgerðamenn mannkynsins, sem tóku fyrstir í notkun eldinn, hjólið, komræktina og plóginn. Sennilega hefur hann verið ein- hver hugvitssamur klaustur- bróðir. Klukkuverkið var raunar eng- in eilífðarvél. Það þurfti að draga það upp, vefja upp festi, sem þungt lóð hékk í og sem með þyngdarafli sínu hélt verk- inu gangandi. Festin var undin um kefli og sneri ás með tann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.