Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 40

Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 40
38 ÚRVAL um atómkjamann. Endurbætur á klukkunni hafa einnig verið byggðar á aukinni þekkingu á aflfræðinni. Ef úrsmiðir miðaldanna hefðu getað smíðað jafngóðar klukkur og nú eru smíðaðar, þá myndu þeir sér til undnmar hafa upp- götvað, að klukkuverkin gengu ekki jafnhratt sólúrinu. Um skeið hefðu þau flýtt sér, unz þau voru orðin um 15 mínútum á undan, því næst hefðu þau fylgt sólúrinu um stund og síð- an seinkað sér aftur um 15 mín- útur. Þetta hefði skeð tvisvar á ári og hefði verið sameiginlegt öllum klukkuverkum á jörðinni. Skýringin er sú, eins og við vitum nú, að sólin færir sig ekki með alveg jöfnum hraða yfir himininn, eða réttara sagt: jörð- in snýst ekki með alveg jöfnum hraða umhverfis sólina. Það kann mörgum að finnast undar- legt, að um áramótin skuli jörð- in vera næst sólu, en þannig er það, og þá fer jörðin hraðar efth' braut sinni. Það er því í raun og veru sólin, sem flýtir sér og seinkar á ferð sinni yfir himinhvolfið, en klukkuverkin ganga jafnt. En snúum okkur nú aftur að klukkuverkinu. Fyrir um þrjú hundruð árum bjó í Hollandi eðlis- og vélfræðingurinn Chri- stian Huygens, sem árum saman fékkst við rannsóknir á og til- raunir með pendúlinn. Hinn nýi pendúll, sem var árangur þess- ara tilrauna, var hámákvæmur, einkum hafði tenging hans við lóðið verið bætt, þannig að fall þess raskaði nú ekki lengur sveiflum pendúlsins. En pendúll Huygens var þó ekki gallalaus. Hitabreytingar höfðu áhrif á hann. Hann lengd- ist þegar heitt var og sveiflað- ist þá hægar, og einnig höfðu loftþrýstingurinn og loftmót- staðan áhrif á hreyfingar hans. Á þessu hefur verið ráðin bót og pendúlar í stjörnutumum nú- tímans eru svo nákvæmir, að ekki skeikar meira en einum þús- undasta úr sekúndu á sólar- hring. Nákvæm tímamæling er sjó- farendum sérstaklega nauðsyn- leg. Til þess að geta siglt um úthöfin, má tímamælingum þeima aldrei skeika um meira en eina mínútu. Ekki var hægt að nota pendúl um borð í skip- um — það hafði Huygens reynt. Hann reyndi þá að setja í stað pendúlsins og lóðsins hjól, sem knúið var af fjöður, en árang- urslaust. Þær klukkur vom allt- of næmar fyrir hitabreyting- um. Árið 1714 hét brezka flota- stjórnin 20.000 punda verðlaun- um þeim sem ákvarðað gæti stöðu skips svo að hvergi skeik- aði meira en 30 mílum á sigl- ingu frá Englandi til Vestur- indía. Tuttugu árum síðar gaf sig fram trésmíðalærlingur frá Yorkshire, John Harrison að nafni. Hann hafði smíðað klukku sem hann taldi að gæfi sér rétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.