Úrval - 01.02.1952, Síða 48

Úrval - 01.02.1952, Síða 48
46 tJRVAL þau eru allt of stór handa henni. Hún er allt í einu orðin að stærð Óg þroska eins og þegar hún var ellefu ára. Aðrir atburðir eru of hryllilegir til þess að þeir geti birzt á prenti. Allir hafa þeir skeð í New York á síðustu tveim þrem árum; og mig grun- ar að þúsundir samskonar at- burða hafi skeð og séu að ske víðsvegar um heim. Og nú er spumingin: hvað er að ske og hver er orsök þessara atburða? Ég tel mig hafa fundið skýringu á þeim. Hafið þið ekki, eins og ég, tek- ið eftir vaxandi þrá næstum allra manna eftir fortíðinni? Aldrei fyrr á minni löngu ævi hef ég heyrt svo margt fólk óska þess að það hefði lifað „um aldamót- in“ eða „þegar lífið var einfald- ara“ eða „þess virði að því væri lifað“ eða „þegar hægt var að eignast böm í nokkum veginn öruggu trausti á framtíðina". Ailar bókabúðir og blaðsölu- turnar em full af bókum og blöð- um, sem miða að því að gera les- endunum kleift að flýja nútím- ann. Heil tímarit helga sig furðu- sögum, sem aðeins eru flótti frá veruleikanum — flótti til ann- arra tíma, aftur í fortíðina eða inn í framtíðina eða til annarra hnatta — burt frá vandamálum líðandi stundar. Já, í heiminum ríkir þrá, líkt og sár þorsti; þessi þrá miljóna mannshuga þrýstir með sívaxandi þunga á hinar traustu viðjar tímans. Þessar viðjar, sem loka mann- inn inni í nútímanum, varnar honum vegar bæði inn í fortíð og framtíð. Ég er sannfærður um, að þessi ægilegi þrýstingur miljóna mannshuga sé þegar farinn að hafa áhrif á tímann sjálfan. Þegar svo ber undir — þegar þessi löngun til að flýja nútímann er almennust og sterk- ust — þá ske hinir undarlegu atbnrðir. Klukka tímans er að byrja að gefa sig undan þessum ofur- þunga, og ég er hræddur um að einn góðan veðurdag muni hún bresta. Ég læt lesendunum eftir að gera sér í hugarlund þá ringulreið, sem ríkja mun síð- ustu stundimar, sem okkur verð ur unnað lífs; þegar allir hin- ir óteljandi atburðir lífs okk- ar eru tættir hver frá öðrum og lenda í einum allsherjar hrærigraut. Ég á mestan hluta ævinnar að baki; af mér verða aldrei tekin nema örfá ár. En það er hörmulegt til þess að vita, að löngunin til að flýja heim veru- leikans skuli vera svona almenn og sterk; þennan heim sem gæti verið auðugur, frjósamur og fullur hamingju. Við lifum á plánetu, sem er þess vel megn- ug að veita hverjum einasta þegn sínum góð lífsskilyrði, en það er hið eina sem 99 af hverj- inn 100 þeirra fara fram á. Hví erum við þá svo mörg svift þeim?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.