Úrval - 01.02.1952, Side 50

Úrval - 01.02.1952, Side 50
4S ORVAL frá því að hann var 30 ára gam- aJl, en þó er hann teinréttur, les gleraugnalaust og er ekki hið minnsta skjálfhentur. Heimspekingurinn Benedetto Croce er 85 ára gamall, en þó fer hann á fætur klukkan átta á hverjum morgni og vinnur í 10 klukkustundir. Hann borðar mjög lítið — ekkert kjöt — en er þó í góðum holdum og minn- ir einna helzt á gamlan, mein- lausan rostung. Croce fékk „slag“ á síðast- liðnu ári, en er nú algerlega bú- inn að ná sér — hann talar, hugsar og skrifar án nokkurra erfiðleika. Hann er líka þing- maður og mjög afkastamikill. Tvær bækur eftir hann komu út á árinu 1950, og ný bók, heim- spekilegs efnis, er að verða til- búin til prentunar. Bernhard Berenson, hinn 86 ára gamli listfræðingur, býr í námunda við Flórens og á eitt hið ágætasta safn flórenskra málverka og egypzkra högg- mynda, auk bókasafns, sem í eru um 50 þúsund bindi. Rit eftir hann um málarann Caravaggio er nýkomið út og önnur bók er í þann veginn að koma út. Heimspekingurinn George Santayana er 87 ára að aldri og hefur dvalizt í Róm síðustu tíu árin. Sjón hans er tekin að daprast, en hann heldur áfram að starfa, og hann sýndi mér prófarkir af geysimiklu riti, sem hann hefur samið. Hann les lat- neskar bókmenntir og hefur mikinn áhuga á nýtízku ljóða- gerð. Franski stjómmálamaðurinn Edouard Herriot er nýlega orðixrn 79 ára. Hann vaknar klukkan sjö á hverjum morgni, snæðir morgunverðinn í rúminu og vinnur til klukkan 11. Þrjá daga vikunnar gegnir hann for- setastörfum í þjóðþinginu; hann er einnig formaður flokks Radi- kal-sósíalista. Á hverjum laug- ardagsmorgni ekur hann til Ly- on, þar sem hann er borgar- stjóri. Á sunnudögum dvelst hann ásamt konu sinni í göml- um kastala, en á mánudögum í húsi sínu í borginni og á fund- um með borgarstjórninni. Á þriðjudögum heldur hann aftur til Parísar. Hann skrifar tvær blaðagreinar á mánuði, er að ljúka við annað bindið af endur- minningum sínum og lauk við bólc um franska myndhöggvar- ann Rodin árið 1949. Hann hefur yndi af hljómlist og leiklist, en mesta ánægja hans er þó að fara í sirkus í fylgd með iitlum börnum. Þó hefur hann lengi átt við að stríða æðabólgu í vinstra fæti og lang- vinnan bronchitis. í Englandi hitti ég Samúel lá- varð, fyrrum landstjóra í Pale- stínu. Hann er nú áttræður, en hefur nýlega gefið út bók, sem fjallar um sambandið milli vís- inda, heimspeki og trúarbragða. „Þessi bók skrifaði sig sjálf,“ sagði hann. „Þetta var nýtt við- fangsefni fyrir mig. Því eldri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.