Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 52
Beaumarchais
œvintýramaður og rithöfundur
Grein úr „Vár Tid“,
eftir Johannes Skancke Martens.
ALMENNINGUR nú á tím-
um þekkir Pierre Augustin
Caron de Beaumarchais nær
eingöngu sem höfund hinna sí-
gildu leikrita „Rakarinn frá
Sevilla“ og „Brúðkaup Figaros"
og eiga þó samnefndar óperur
án efa mestan þátt í frægð
'þeirra, en þær eru byggðar á
leikritum Beaumarchais. Hið
fyrrnefnda, sem frumsýnt var
í fyrsta skipti í Théátre Fran-
cais árið 1775, var upphaflega
samið í ljóðum og Beaumar-
chais hafði sjálfur samið lög
við ljóðin, en þegar Comédie
Italienne, sem hafði einkarétt
á óperettusýningum, hafnaði
„Rakaranum“, breytti höfund-
urinn því í óbundið mál. Ljóðin
höfðu verið heldur lélegur
skáldskapur, en leikritið tók
mikliun framförum við breyt-
inguna. „Brúðkaupi Figaros"
lauk Beaumarchais árið 1781.
Ritskoðunin fann í fyrstu ekk-
ert athugavert við leikritið, en
þegar það var lesið fyrir kon-
unginn, fannst honum það
smekklaust og neitaði að gefa
leyfi til að það yrði sýnt. Marg-
ir við hirðina fengu einmitt ai
þeim sökum áhuga á leikritinu,
og bróðir Lúðvíks XVI, hertog-
inn af Artois, lét leika það á
lokaðri sýningu fyrir 400 boðs-
gesti. Tveim árum seinna var
það leikið í Théátre Francais.
Þegar rætt er um aðdraganda
frönsku byltingarinnar er tíð-
mn minnzt á leikritin um
Figaro. Það virðingarleysi fyr-
ir hefðbundnu valdi, sem ein-
kennir þau, stuðlaði að því að
svifta burt þeim dýrðarljóma,
sem lék um konung, aðal og
klerkastétt. Tilsvör Beaumar-
chais sýna fyrirlitningu hans á
yfirstéttinni og þjónninn Figaro
ónýtir allar ráðagerðir hús-
bónda síns. Samtíðinni var full-
vel Ijóst, að „Brúðkaup Figa-
ros“ var hættulegt aðlinum, og
mörgum fannst hinir aðals-
bomu áhorfendur sýna lítinn
skilning þegar þeir hlógu að
skopi, sem beindist að þeim
sjálfum. Árásir þess á aðalinn
skipar því sess í stjómmála-
sögu samtíðarinnar, en Yrjö
Him varar við því í bók sinni
um Beaumarchais: „Ævintýra-