Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 62
60
tJRVAL
þær hafa frjóvgast, kemur það
í veg fyrir að þaer eignist unga.
Við athugun á eggjakerfinu 21
degi eftir að efnið var gefið, sá-
ust merki þess, að frjóvgun
hefði átt sér stað, en engin fóst-
ur sáust. Þau höfðu leystst upp
og sogazt aftur inn í æðakerfi
móðurinnar (resorberast).
Músumrm er gefið efnið í mat
sínum. Tilraunir eru nú byrjað-
ar til að ganga úr skugga um
hvort efnið getur hindrað getn-
að, ef það er gefið áður en
frjóvgun fer fram.
Dr. Goldsmith veit ekki hvort
efnið hefur sömu áhrif til getn-
aðarvarna á menn og á mýs.
Tilraunir á stærri dýrum, sem
skyldari eru mönnunum en
mýsnar, eru nauðsynlegar áður
en farið verður að reyna það á
mönnum. Réttan skammt verð-
ur einnig að finna, jafnvel fyrir
tilraunadýr. Dr. Goldsmith hef-
ur þegar fundið skammt, sem
hefur áhrif til getnaðarvarna á
mýs án þess að drepa þær. En
hann vill finna minnsta skarnmt
sem til þess þarf. Einnig vill
hann finna skemmsta tíma sem
nauðsynlegt er að gefa efnið.
Þetta dularfulla efni er gervi-
efni, sem búið var til í fyrsta
skipti fyrir fáum árum. Sem
stendur er verið að gera tilraun-
ir með það sem lyf handa mönn-
um, en í allt öðrum tilgangi en
til getnaðarvarna. Meira vildi
dr. Goldsmith ekki segja um
það.
— Science News Letter.
Þörungaverksmiðja*
Þörungamir, en svo nefnast
þær jurtir sem vaxa í vatni, hafa
dregið að sér athygli vísinda-
manna á undanförnum árum
sem hugsanleg fæðutegund og
hráefni. f þeim er mikið af
eggjahvítuefni og fitu, og hægt
væri að vinna úr þeim olíu og
feiti til iðnaðar og fóður handa
húsdýrum og ef til vill manna-
fæðu. Spurningin hefur verið sú,
hvort unnt mundi að rækta þá
á svo ódýran hátt, að hag-
kvæmt væri. Til að fá svar við
þeirri spumingu er nú fyrsta
þörungaverksmiðjan tekin til
starfa í Cambridge í Massachus-
etts.
Þetta er tilraunaverksmiðja,
reist með styrk frá Camegie-
stofnuninni, og er í henni rækt-
uð ein tegund af einfruma fersk-
vatnsþörungum, sem nefnast
Chlorella. Ræktunarkerfin eru
tvö, og er samanlagður rækt-
unarflötur þeirra 108 fermetrar.
í öðru kerfinu er vatnið með
þörungimum í látið rexma stöð-
ugt í gegnum langa leiðslu úr
gagnsæju plasti. í hinu er vatnið
látið renna um trog með gagn-
sæju plastloki. Gegnum gagn-
sætt plastið fá þörungamir birtu
sólar og vaxa stöðugt og eru
daglega veiddir til vinnslu.
Rannsóknir fara nú fram á
því hvaða skilyrði henti þömng-
unum bezt til vaxtar og hvort
einhverjar tegundir muni hent-
ugri til ræktunar en Chlorella.
Helzta vandamálið er að fá sem