Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 72
70
ÚRVAL
reynd. En það er líka sagt, að
Lappi geti lagt af stað til að
hitta annan Lappa í einhverju
sérstöku skógarrjóðri fimmtíu
mílur í burtu, segjum eftir tvo
daga — og hitti hann, án þess
að þeim hafi farið nokkur þau
skeyti á milli, sem með augum
verða séð. Og þegar hann nálg-
ast kofa sinn í bakaleiðinni, finn-
ur konan hans á sér, að hann
er að koma, og setur pott á
hlóðir.
Ég skýri frá þessu hér án
sannana eða röksemda, en vil
ó fara um það fáeinum orðum.
fyrsta lagi vitum við, að við
sjálfir búum yfir leifum af hæfi-
leika, sem gerði okkur kleift að
hafa samband hver við annan
án mælts máls. En þegar það
kemur fyrir, að tveir okkar gera
eða segja það sama samtímis —
eða fara til borgarinnar og „rek-
ast á“ — köllum við það „til-
viljun“; það er þægilegt orð,
sem við getum notað j'fir allt,
sem við skiljum ekki. En Lapp-
inn lifir svo afskekktu og ein-
mana lífi, að hann orkar á miklu
færri hugi og verður sjálfur fyr-
ir færri áhrifum. Öll hugsun
hans snýst um fjölskylduna,
skepnurnar og þá fáu nágranna,
sem hann á einhver skipti við.
Þessvegna er það ekki eins
furðulegt, þó að hann verði þess
var, að kunningi í fimmtíu mílna
fjarlægð þarfnist hjálpar, eða
vilji hitta hann. Hann þarf ekki
heldur að flýta sér eins og við.
Ef Lappi fer að hitta vin sinn,
þá eru báðir ánægðir, ef þeir
hittast á ákveðnum degi; fund-
urinn er ekki bundinn við há-
degisverð, sem stendur yfir frá
klukkan eitt til tvö. Og þó að
konan setji pottinn á hlóðirnar,
þá getur verið liðið langt fram á
kvöld, þegar maðurinn kemur
heim.
Robert Crottet, sem er mamia
fróðastur um Scolt-Lappana,
hefur sagt mér, í sambandi við
einveruþrá þeirra, að þegar
finnska stjórnin var að byggja
nýtt þorp handa þeim fyrir þrem
árum, hafi sendinefnd komið á
fund hans. Lappamir höfðu
frétt, að einungis tveir kílómetr-
ar ættu að vera á milli kofanna
í nýja þorpinu — og þeir báðu
hann að beita áhrifum sínum
til þess að þrír eða fjórir kíló-
metrar yrðu á milli þeirra —
„því að enginn kærir sig um að
búa á dyraþrepi nágranna síns
og vita um allt, sem gerist á
heimili hans.
Það var gömul kona af þess-
um kynþætti, sem sagði Crottet
árið 1938, en hann dvaldist þá
heilt ár meðal þeirra, að Mún-
chensamningurinn myndi ekki
stuðla að friði. Þvert á móti
myndi heimsstyrjöld brjótast út,
Finnland myndi verða illa úti og
Lappar yrðu hraktir úr héraði
sínu. Aðspurð hvemig hún vissi
þetta, svaraði hún því til, að
hreindýrin hefðu yfirgefið hag-
lendi sitt og höguðu sér kyn-
lega; það vantaði stykki í tungl-
ið; og rauðu rottumar væru