Úrval - 01.02.1952, Side 75
ÞtJ ERT SÖGUHETJAN!
73
mikið, er yrði heimkynni verka-
rnaxrna í Marseille, en íbúðar-
hverfi þeirra höfðu orðið hart
úti í stríðinu. Bygging þessi hef-
ur verið lengi í smíðum og mik-
ið umdeild, og nú þegar henni
er loks að ljúka, er alls óvíst
hverjir flytji inn í hana, en ó-
líklegt þykir, að franskir verka-
menn fái að njóta hennar.
Byggingin hefur verið nefnd
L’Unité d’Habitation Le Corbu-
sier, eða bara L’Unité til stytt-
ingar. L’Unité er 128 metrar á
lengd, 18,5 m á breidd og 56,5
m á hæð og snýr stöfnum í norð-
ur og suður. — Hún stendur á
34 steyptum staurum (viloti),
röskiega 9 metra háum, sem
mynda súlnagöng, og ber hver
þeirra 1500 lestir. Undir bygg-
ingunni og á milli stauranna er
steinlagður garður og leikvöllur.
Uppgangurinn, með stigum og
lyftum, er stór glersalur milli
staura. Ofan á staurunum eru
sautján hæðir með 330 íbúðum
fyrir 1600 manns. Þær eru
flokkaðar þannig: 18 gestaher-
bergi fyrir gesti íbúanna, 27
íbúðir fyrir einhleypinga eða
barnlaus hjón, 45 íbúðir fyrir
hjón og eitt eða tvö börn, 196
íbúðir fyrir hjón með tvö til
fjögur böm, og 35 íbúðir fyrir
hjón með 4 til 8 börn.
Það er eiginlega rangnefni að
tala um 17 hæðir. íbúðunum er
komið fyrir í 17 mismunandi
hæðum, en setustofurnar eru í
tvöfaldri hæð með 4,5 metra
háum gluggum. Hver íbúð er í
raun og veru lítið hús útaf fyrir
sig með litlum stiga úr setu-
stofunni upp í svefnherbergin.
Þmigamiðja hins sameiginlega
fjölskyldulífs er í setustofunni
fyrir framan háa gluggann. En
hin herbergin — svo sem barna-
herbergin — veita hinum ein-
stöku meðlimum f jölskyldunnar
næoi til lesturs, tómstundaiðk-
ana o. fl. Hljóðeinangrunin í
svona fjölbýlishúsi var mikið
vandamál. Hver íbúð er eins og
risastór askja, sem stungið er
inn í aðalbygginguna eins og
skúffu í kommóðu, en einangr-
uð frá næstu „skúffum" með
blýþynnum. Þó að verið sé að
negla í einni íbúð, heyrist það
ekki í þeirri næstu.
En það er fleira en íbúðir í
þessari stóru byggingu. Sjöunda
og áttunda hæðin og mikill hluti
þeirrar sautjándu eru notaðar
til sameiginlegra þarfa íbúanna.
Þar eru nýlendu- og matvöru-
verzlanir, þvottahús, bókasafn,
rakarastofa og geysistór veit-
ingasalur, sem tekur tvær hæð-
ir á hæðina og er með 76 metra
löngum glugga. Á efstu hæðinni
er heilsuverndarstöð og dag-
heirnili fyrir böm, þaðan sem
börnin geta gengið eftir mátu-
lega hallandi braut upp á leik-
völl á þakinu. Þar uppi er einn-
ig fimleikasalur, sólbaðspallar
og hlaupabraut. Útsýnið þarna
af þakinu, í 56 metra hæð, á tæp-
lega sinn Iíka í allri Evrópu.
En nú skulum við snúa okk-
ur aftur að kvikmyndinni. Eftir