Úrval - 01.02.1952, Qupperneq 84
82
■CTRVAL
frá sér skólatöskuna og gekk
út í ána. Svo tók straumurinn
hana.
Ástæðan til þess, að vér höf-
um valið einmitt þetta dæmi af
ótalmörgum, er sú, að það varp-
ar einkar skýru Ijósi á öll þau
vandamál sem ungar stúlkur
þurfa að ghma við. Sextán ára
stúlka hefur gengið gegnum sex
erfið reynslustig:
1. Geðflækjur (komplekser)
bernskuáranna.
2. Togstreituna milli kven- og
karleiginleikanna í eðli
sínu.
3. Uppgötvun hins mikla líf-
eðlisfræðilega leyndar-
dóms.
4. Viðurkenning þess að hún
sé sjálf kona.
5. Hina líkamlegu erfiðleika
kynólguskeiðsins.
6. Hina sálrænu erfiðleika
gelgjuskeiðsins.
María litla leggur frá sér
brúðuna og segir alvarleg við
bamfóstruna: „Þegar ég er orð-
in stór ætla ég að giftast pabba.“
„Og hvað verður þá um
mömmu þína?“ spyr barnfóstr-
an.
„Mamma á að deyja.“
„Svei, skammastu þín! Þú ert
ljót stúlka!“
Ef einhver segði bamfóstr-
unni að með þessu gerði hún sig
seka mn alvarlega yfirsjón,
mundi hún reka upp stór augu.
En sálkönnuður gæti skýrt fyr-
ir henni, að með því að neýða
barnið til að bæla niður innri
togstreitu, sem hún var að reyna
að létta af sér, og með því að
auka sektarvitund barnsins með
hótunum, hafi hún ef til vill leitt
það fyrstu sporin inn á hina
ólánsömu braut taugaveiklunar-
innar.
Þetta eru fyrstu erfiðleikarn-
ir, sem mæta öllum stúlkubörn-
um á aldrinum 3—5 ára. 1
brjósti litlu telpunnar togast á
tvö öfl; hún dáir föður sinn
(sem hún öfundar) og hún er
bundin móður sinni sterkum
böndum (jafnframt því sem hún
vorkennir henni). Hún hefur
því tilhneigingu til að samsama
sig föður sínum. En svo vakn-
ar hjá henni það sem Freud
kallar ,,hemningskompleks“
(hömlugeðflækja), sem neyðir
hana til að afsala sér þessari
fyrstu samsömun og vekur hjá
henni einskonar óvild í garð
móðurinnar. Þetta veldur tog-
streitu og sektarvitund.
Það er álit sálkönnuða af nýja
skólanum (Adlers, Meads o. fl.),
að þessi togstreita eigi rót sína
í mismuninum á stöðu manns og
konu, sem barnið hefur fyrir
augunum allt frá fyrstu bemsku,
og sem veldur því að faðirinn
verður í augum þess ímynd
valdsins og máttarins og móð-
irin ímynd undirgefninnar.
Foreldramir eiga því við öll
tækifæri að gera sitt ítrasta til
að bamið fái þá hugmynd, að
þau séu algerir jafnokar, jafn-
rétthá. Aðeins með því móti að