Úrval - 01.02.1952, Síða 85
UNGLINGSSTTJLKAN
83
faðirinn og móðirin geti bæði
vakið hjá litlu telpunni nákvæm-
lega sömu tilfinningar aðdáun-
ar og virðingar, geta þau bægt
frá henni þessum fyrstu geð-
flækjum, sem oft valda síðar
taugaveiklun.
Margar mæður andvarpa sár-
an, þegar þær sjá litlu telpuna
sína klifra í trjám og fljúgast
á við bræður sína, og þær segja
við sjálfa sig að hún hefði víst
átt að verða strákur. Líffræði-
lega séð er þetta ekki fjarri
sanni. Eðli litlu telpunnar á-
kvarðast af því magni karl- og
kvenvaka, sem myndast í hinum
lokuðu kirtlum hennar.
Jafnvel mjög kvenlegar telp-
ur eru að jafnaði alveg fram til
tíu ára aldurs jafnsterkar lík-
amlega og drengir. Þær taka
þátt í bardagaleikjum drengj-
anna og eru jafnáflogagjarnar
og þeir — ef þær fá leyfi til
þess.
En á aldrinum 10—12 ára
koma til fyrstu erfiðleikarnir
sem boða upphaf kynólguskeiðs-
ins og telpurnar fara þá að drag-
ast líkamlega aftur úr drengj-
unum. Þar við bætast áhrifin af
uppeldinu og reynslunni. Telp-
unni verður Ijóst, að hún getur
ekki afneitað kynferði sínu, og
þá gerir hömlugeðflækjan aftur
vart við sig.
Eðlilegast og heppilegast er
að litla telpan samsami sig föð-
umum. Sterk föðurtengsl slitna
oftast sársaukalítið þegar telp-
an kemst á kynólguskeiðið, og
ekki er nein hætta á ferðum, ef
föðurtengslin vara ekki fram
yfir það aldursskeið. Vari þau
aftur á móti lengur, er hætta
á að karleiginleikarnir í fari
stúlkunnar verði svo sterkir, að
kveneðlið hverfi að meira eða
minna leyti í skuggann.
Miklu hættulegra er, ef stúlk-
an samsamar sig móður sinni.
Sterk móðurtengsl geta leitt til
þess að andlegur þroski hennar
stöðvist og hún komist aldrei
með öllu af bernskuskeiðinu, en
það getur seinna orsakað tauga-
veiklun.
Það er því ástæðulaust að hafa
áhyggjur af því þó að litla telp-
an hagi sér eins og strákur og
dái föður sinn. Slíkt er aðeins
tjáning þeirrar lífsorku sem
dvínar með kynólguskeiðinu. Og
móðirin á að láta sér nægja að
laða fram kveneðli dótturinnar
og styðja hana með góðum ráð-
um og umfram allt góðu for-
dæmi.
Þriðja vandann ber að hönd-
um á svipuðu þroskastigi, en
það er vandinn sem felst í spurn-
ingunni: „Mamma, hvaðan koma
börnin?“
IJr því að telpan er 3—4 ára
fer hún að spyrja þessarar
spumingar. Ef foreldrarnir
svara henni hreint og beint að
móðirin beri í sér bamið og fæði
það í heiminn, mun hún láta
sér nægja það svar. En telpan
fær allt of oft villandi svör. ,,Við
fundum litla bróður í kálhöfði“.
„Storkurinn kom með litlu syst-