Úrval - 01.02.1952, Side 90
KRAFTAVERKIÐ í CARVILLE.
TL'G HEF aldrei lifað yndis-
'*-1 legri jól en þegar ég var
nítján ára — mér fannst ég
eiga allan heiminn og ég var
ástfangin í fyrsta sinn. Róbert,
unnustinn minn, var ungur
læknastúdent, og hann var boð-
inn í jólaveizluna okkar, sem
var óvenjulega hátíðleg, af því
að við höfðum nýlega opinber-
að trúiofun okkar. Þegar stað-
ið var upp frá borðum, sung-
um við jólasálmana, sem við
höfðum alltaf sungið. Síðan
fóru karlmennirnir að spila, en
bömin fóm út til þess að skjóta
flugeldum. Og við Róbert gerð-
um áætlanir um framtíðina.
Það var aðeins eitt, sem hafði
skyggt á þennan dag. Pierre
frændi minn, sem var læknir,
hafði komið og farið aftur að
vörmu spori. Seinna um kvöldið
hringdi hann til pabba og bað
hann að finna sig. Pabbi fór,
þrátt fyrir mótmæli okkar allra.
Pabbi var lengi í burtu, og
mamma sagði mér löngu seinna,
að það fyrsta sem hann hefði
gert, þegar hann kom inn í
herbergið þeirra, hefði verið að
faðma hana að sér grátandi.
Hún sagði mér, að hann hefði
grátið í tvo daga og tvær nætur.
Ég setti þetta þó ekki í sam-
band við það, að ég hafði far-
ið til læknis í vikunni á undan.
Ástæðan var sú, að ég hafði í
nokkra mánuði verið með ljós-
rauða bletti á lærunum sem ég
vissi ekki af hverju stöfuðu. Ég
leitaði loks til dr. Ferae, sér-
fræðings í húðsjúkdómum, sem
sendi mig til annars sérfræð-
ings. Hann skoðaði blettina og
tók sýnishorn úr þeim. Síðan
skar hann mér til mikillar undr-
imar örlítinn skurð í annan
eyrnasnepil minn.
„Hefur yður klæjað þarna
nýlega?“ spurði hann.
Ég minntist þess, að mig
hafði stundum klæjað í eyrað
og að ég hafði klórað mig til
blóðs.
Hann krotaði í sárið og sagði
um leið: „Annaðhvort eruð þér
mjög hörð eða þér finnið ekki
til.“ Ég fullvissaði hann um að
ég fyndi ekki til sársauka —
og þetta svar mitt gerði hann
vissan í sinni sök, jafnvel áð-
ur en hann rannsakaði sýklana
í smásjá.
En framkoma læknisins
breyttist ekki hið minnsta.
Hann kvaddi mig með handa-
bandi og sagði ósköp blátt
áfram að hann myndi senda dr.
Ferae skýrslu um skoðunina.
Ég frétti ekki fyrr en seinna,
hve ákveðinn dr. Ferae hafði