Úrval - 01.02.1952, Side 91
KRAFTAVERKIÐ I CARVILLE
89
verið, þegar hann skýrði Pierre
frænda frá niðurstöðu rann-
sóknarinnar.
„Komdu henni burt úr New
Orleans áður en hún sýkir alla
borgina," hafði hann sagt.
Róbert tók að sér að segja
mér sannleikann. Hann fór með
mig á dansleik og ég man að
kjóllinn, sem ég var í, var mjög
stuttur, eins og þá var tízka.
Róbert gaf mér blómvönd og
sagði að ég hefði aldrei verið
eins falleg. Þegar dansleiknmn
var lokið, ókum við beina leið
heim, í stað þess að fá okkur
kaffi eins og við vorum vön.
Það var hljótt í húsinu.
Mamma og pabbi voru háttuð.
í hálfrokkinni dagstofunni
vafði Róbert mig örmum. Ég
vissi að eitthvað var í aðsigi.
Rödd hans var róleg, en það var
hryggð í svip hans, þegar hann
sagði: „Betty, þú ert með holds-
veiki.“
Hann varð að styðja mig, en
þó féll ég ekki í ómegin — var
þetta satt? HoldsveiJci! Nei.
Það gat ekki verið satt, ekki á
þessum stað og þessari stundu!
Holdsveiki gat ef til vill verið
til á Indlandi eða í Kína, en ekki
hér, og ég gat alls ekki verið
veik af henni!
Róbert horfði óttasleginn á
mig, en þegar hann sá að ég fór
aftur að anda, sagði hann blíð-
lega við mig: „Elsku Betty mín,
þú verður að fara burt. Bara
dálítinn tíma, þangað til þér er
batnað.“ Hann þrýsti mér að
sér. „Ég bíð þín.“
Þegar Róbert var farinn,
læddist ég upp í herbergið mitt
og háttaði. Þegar ég hafði náð
mér dálítið eftir áfallið og fór
að átta mig á hinni hræðilegu
staoreynd, titraði hver taug og
vöðvi í líkama mínum; ég gat
ekki lengur hugsað skynsain-
lega, svo mjög hafði skelfingin
lamað mig. Hvað vissi ég um
holdsveiki ? Plvað vissu menn
um hana? Mér varð hugsað til
Biblíunnar — og þegar ég starði
út í myrkrið birtust sjúkir og
tötrum klæddir vesalingar fyrir
augum mínum, þeir reikuðu eft-
ir endalausum vegum, hringdu
litlurn bjöllum og hrópuðu fólki
til viðvörunar: „Öhrein!“ Ég
var ekki óhrein! Ég, sem hafði
sérstaka nautn af því að liggja
tímunum saman í heitu baði og
var alltaf að snurfusa á mér
hárið og neglurnar.
Ég svaf ekki dúr um nóttina,
en grét og titraði af geðshrær-
ingu. Ég var alltaf að spyrja
sjálfa mig hinnar aldagömlu
spurningar: Hvemig gat þetta
komið fyrir og hversvegna
þurfti ég að verða fyrir því?
Hvernig sem ég reyndi, gat ég
enga grein gert mér fyrir því,
hvar eða hvenær þessi hræði-
lega ófreskja aftan úr grárri
forneskju hafði komizt í færi
við mig.
15. janúar 1928 — það var
á sólbjörtum sumardegi —
lögðum við Róbert, mamma og