Úrval - 01.02.1952, Side 102

Úrval - 01.02.1952, Side 102
100 ÚRVAL strjúka!“ Og mér var kunnugt um það, að yfirvöldin í ná- grenninu eltu strokusjúklinga uppi eins og glæpamenn og fluttu þá oft aftur til Carville. En við Harry höfðum ekki mikl- ar áhyggjur af því að okkur yrði náð, því að við vorum bæði skráð í Carville undir gervi- nöfnum og enginn vissi um heimilisföng okkar. Okkur kom alls ekki til hugar að skjóta okkur undan ábyrgð af gerðum okkar. Við vissum, að með því að fara varlega, borða af sér- stökum diskum, sótthreinsa baðker og þess háttar, var hægt að koma í veg fyrir smit- unarhættu. Hví gátum við þá ekki eins verið „fyrir utan“ eins og „fyrir innan“? í sumum fylkjum eru holdsveikissjúklingar ekki ein- angraðir. I New York eru þeir t. d. frjálsir ferða sinna. Eg fann, að ég gat ekki þolað þetta lengur. Að því er mig snerti, var veikin óvirk, og ég gat ekki skaðað neinn nema sjálfa mig. Ég var hikandi, en þegar Harry sagði mér, að hann hefði ákveðið að strjúka í júní, skrif- aði ég foreldrum mínum. Með næsta pósti kom svar frá þeim: „Þú verður að koma líka.“ Ég ákvað að verða Harry sam- ferða. Ég skildi eftir bréf til dr. Jo og annarra vina minna í Carville, og hið ákveðna kvöld læddumst við Harry yfir golf- völlinn og að girðingunni. Sabe klippti sundur þræðina, við skriðum gegnum opið og flýtt- um okkur að bifreiðinni, sem beið á veginum. 1 bifreiðinni biðu feður okkar, og þegar við ókum af stað vissum við, að við vorum að gera rétt. Auðvitað vorum við ekki full- komlega frjáls. Sá möguleiki var alltaf til, að ég rækist á ein- hvern, sem vissi að ég hafði verið í Carville. Ég myndi alltaf eiga það á hættu. En þó var dásamlegt að vera komin heim, að sitja við morg- unverðarborðið með pabba og mömmu, fá rjómakaffi og pönnukökur og finna blómailm- inn berast inn um opinn glugg- ann. Harry hóf nám í verzlunar- skóla um haustið og ég fékk at- vinnu sem hraðritari. Vinnu- veitanda mínum leizt vel á mig. „Það er reglulegur léttir að sjá einu sinni hraustlega stúlku,“ sagði hann. Og það var satt, ég leit ágætlega út, og líkami minn bar engin merki veik- innar. Einu sinni, þegar ég var að fara í búðir, stóð ég allt í einu augliti til auglitis við hjúkrun- arkonu frá Carville. Það var eins og hún yrði hvumsa and- artak, en svo hélt hún leiðar sinnar. Það má vel vera, að hún hafi þekkt mig, en ákveðið að þyrma mér, en það getur líka verið, að hún hafi ekki komið mér fyrir sig. Ég hef aldrei fengið að vita hið sanna. Eftir þetta fór ég að gæta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.