Úrval - 01.02.1952, Side 102
100
ÚRVAL
strjúka!“ Og mér var kunnugt
um það, að yfirvöldin í ná-
grenninu eltu strokusjúklinga
uppi eins og glæpamenn og
fluttu þá oft aftur til Carville.
En við Harry höfðum ekki mikl-
ar áhyggjur af því að okkur yrði
náð, því að við vorum bæði
skráð í Carville undir gervi-
nöfnum og enginn vissi um
heimilisföng okkar. Okkur kom
alls ekki til hugar að skjóta
okkur undan ábyrgð af gerðum
okkar. Við vissum, að með því
að fara varlega, borða af sér-
stökum diskum, sótthreinsa
baðker og þess háttar, var
hægt að koma í veg fyrir smit-
unarhættu.
Hví gátum við þá ekki eins
verið „fyrir utan“ eins og „fyrir
innan“? í sumum fylkjum eru
holdsveikissjúklingar ekki ein-
angraðir. I New York eru þeir
t. d. frjálsir ferða sinna. Eg
fann, að ég gat ekki þolað þetta
lengur. Að því er mig snerti, var
veikin óvirk, og ég gat ekki
skaðað neinn nema sjálfa mig.
Ég var hikandi, en þegar
Harry sagði mér, að hann hefði
ákveðið að strjúka í júní, skrif-
aði ég foreldrum mínum. Með
næsta pósti kom svar frá þeim:
„Þú verður að koma líka.“ Ég
ákvað að verða Harry sam-
ferða. Ég skildi eftir bréf til
dr. Jo og annarra vina minna í
Carville, og hið ákveðna kvöld
læddumst við Harry yfir golf-
völlinn og að girðingunni. Sabe
klippti sundur þræðina, við
skriðum gegnum opið og flýtt-
um okkur að bifreiðinni, sem
beið á veginum. 1 bifreiðinni
biðu feður okkar, og þegar við
ókum af stað vissum við, að við
vorum að gera rétt.
Auðvitað vorum við ekki full-
komlega frjáls. Sá möguleiki
var alltaf til, að ég rækist á ein-
hvern, sem vissi að ég hafði
verið í Carville. Ég myndi alltaf
eiga það á hættu.
En þó var dásamlegt að vera
komin heim, að sitja við morg-
unverðarborðið með pabba og
mömmu, fá rjómakaffi og
pönnukökur og finna blómailm-
inn berast inn um opinn glugg-
ann.
Harry hóf nám í verzlunar-
skóla um haustið og ég fékk at-
vinnu sem hraðritari. Vinnu-
veitanda mínum leizt vel á mig.
„Það er reglulegur léttir að sjá
einu sinni hraustlega stúlku,“
sagði hann. Og það var satt, ég
leit ágætlega út, og líkami
minn bar engin merki veik-
innar.
Einu sinni, þegar ég var að
fara í búðir, stóð ég allt í einu
augliti til auglitis við hjúkrun-
arkonu frá Carville. Það var
eins og hún yrði hvumsa and-
artak, en svo hélt hún leiðar
sinnar. Það má vel vera, að hún
hafi þekkt mig, en ákveðið að
þyrma mér, en það getur líka
verið, að hún hafi ekki komið
mér fyrir sig. Ég hef aldrei
fengið að vita hið sanna.
Eftir þetta fór ég að gæta