Úrval - 01.04.1952, Side 40
38
TÍRVAL
mýri sem arabarnir forðuðust
að koma nálægt.
Sveitaþorpunum í ísrael má,
eftir búskaparháttum, skipta
í þrennt: smábændaþorp (mos-
hav ovdim), samvinnuþorp þar
sem búskapurinn er rekinn með
samvinnusniði (moshav shitt-
uffi) og samyrkjuþorp þar sem
allur atvinnurekstur er sameig-
inlegur (kibutz).
Ég hafði mestan áhuga á að
kynnast samyrkjuþorpunum,
því að hér heima höfum við
engan sambærilegan búskap.
Orðið samyrkjubú lætur illa í
eyrum margra. Menn hugsa sér
sviplaust fólk í ömurlegu um-
hverfi þar sem allir strita í
sveita síns andlitis og allir eru
jafnsnauðir, eða þá ósveigjan-
legan áætlunarbúskap í einræð-
islöndum. Samyrkjubúskapur-
inn í fsrael eru alger andstæða
þessarar myndar. Sönnu nær
er að líta á hann sem nýja lífs-
hætti þar sem einstaklingur-
inn er frjáls að því að þroskast
innap eða utan hins litla sam-
félags.
Til þess að gera okkur ljósa
grein! fyrir þessum nýju lífs-
háttum skulum við hugsa okk-
ur samlíkingu. Ef við með f jöl-
skyldubúi eigum við bú sem er
hæfilegt til að veita atvinnu og
framfleyta einni fjölskyldu, þá
getum við sagt, að samyrkju-
þorpin séu einskonar f jölskyldu-
þorp með sameiginlegum at-
vinnurekstri og einu stóru
heimilishaldi. Allir íbúar þorps-
ins eru meðlimir í þessari stóru
fjölskyldu, og innan hennar eru
ekki notaðir peningar frekar
en innan venjulegrar f jölskyldu.
Aftur á móti nota menn pen-
inga utan þorpsins, og vilji ein-
hver flytja burtu til borgar-
innar eða í annað þorp fær
hann kannski fjárstyrk frá
þorpsfjölskyldunni eins og þeg-
ar stálpuð börn flytja úr föður-
garði. Börnin tilheyra ekki að-
eins foreldrunum heldur einnig
þorpsfjölskyldunni. Menn finna
til samábyrgðar gagnvart þeim
og fylgjast með þeim frá því
þau eru lítil þar til þau eru
komin á giftingaraldur og fær
að standa á eigin fótum. Ef
eitthvert barn sýnir sérstaka
hæfileika, sem þorpið getur
ekki veitt þroskaskilyrði, þá er
það sent burtu til náms á
kostnað þorpsfjölskyldunnar.
Þorpsbúar eru að sjálfsögðu
ekki í neinu frábrugðnir venju-
legu fólki, enda eru þeir komn-
ir víðsvegar að úr heiminum og
meira eða minna blandaðir öðr-
um þjóðum. Þeir voru opinská-
ir og djarfmæltir og enganveg-
inn ógagnrýnir á sjálfa sig og
lífið í þorpinu. Þess ber að
gæta, að samyrkjuþorpin, sem
nú eru um 60 talsins, eru ekki
byggð á trúarlegum eða póli-
tískum kennisetningum. Þeir
sem reistu fyrstu þorpin, í
byrjun fyrri heimsstyrjaldar,
voru ofsóttir rússneskir gyð-
ingar, sem sagt er að hafi orðið
snortnir af kenningum Tolstoys