Úrval - 01.10.1954, Side 3
REYKJAVlK
6. HEFTI 1954
13. ÁRGANGUR
Þingveizlurœða
fjórtán árum á eftir tímanum.
Eftir Karen Blixen.
UMRÆÐUEFNI mitt í kvöld
hef ég áður flutt yfir nem-
endunum á Zahle-kennaraskól-
anum. Við það tækifæri gat ég
flutt kveðju frá Nathalie Zahle*
sjálfri.
Samband mitt við ungfrú
Zahle er sérkennilegt, og rætur
þess ná meira en öld aftur í tím-
ann. Fyrsta staða ungfrú Zahle
var við kennslu hjá malarafjöl-
skyldunni van der Merwede í
Bjerre Mylnu í Jótlandi. Bjerre
Mylna heyrir til óðalinu Matrup,
sem er þremur mílum vestan við
Horsens, en þar var bernsku-
heimili móður minnar, og lengi
* Nathalie Zahle (1827—1913) var
einn merkasti skóla- og uppeldis-
frömuður Dana. Stofnaði hún og
starfrækti bæ3i kennara- og
kvennaskóla.
1 erindi þessu ræðir hin danska
skáldkona um kvenréttindamálið. —
Hún ræðir það af þeim kvenlega
yndisþokka, því djúpsæja mannviti og
skáldlega innsæi, er einkennir allt,
sem hún skrifar. — Islenzkir lesend-
ur þekkja Karen Blixen af bók henn-
ar Jörð % Afríku, sem komið hefur á
íslenzku. Urval hefur birt eftir hana
tvær sögur: Draumabarnið, i 4. hefti
2. árg., og Ekkjuleikur, í 5. hefti 12.
árg.
hélzt vinátta með f jölskyldunum
á óðalinu og í Mylnunni. Þegar
ég var barn, kom gamla Ida
Merwede á hverju sumri í mán-
aðarheimsókn til Sjálands. Og
Ida frænka, eins og ég kallaði
hana, hafði verið fyrsti nemandi
Nathalie, kornungrar stúlku.
Hún mundi glöggt eftir henni.
Hún sagði okkur börnunum, að