Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 4

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 4
2 ORVAL því er virtist enn djúpt snortin, sögur úr Biblíunni og fornsög- unum, úr Hómer og Danmerkur- sögu, sömu sögurnar, sem upp- eldisfrömuðurinn mikli, sem síð- ar varð, hafði sagt henni í litlu stofunni í Mylnunni árið 1843. Þegar ég var beðin að tala í skóla þeim, sem ber nafn img- frú Zahle, fannst mér ég hennar vegna skyldug til að verða við tilmælunum, og ég vildi tala um eitthvað, sem ætti rætur sínar 110 ár aftur í tímanum, — eitt- hvað, sem líklegt væri, að þessi unga, hrifnæma og metorða- gjama stúlka hefði velt fyrir sér og brotið heilann um á józku vegunum og gangstígunum, sem ég þekki svo vel. Ég hlaut þó að vona, að hefði hún verið hér, mundi hún ekki hafa hafnað með öllu eða mislíkað það, sem ég vildi segja um málefni, sem hún bar mjög fyrir brjósti alla ævi, •— það, sem nefnt er kven- réttindi. Þegar ég nú tala um kvenrétt- indi, hlýt ég strax að taka fram, að það er málefni, sem ég ber ekki ikiyn á, og sem ég hef aldrei fengizt við af eigin hvötum. Ef þér viljið þá segja: „Eng- inn hefur heldur beðið yður um að tala um það mál!“ — verð ég að svara yður, að því er ein- mitt svo varið, að það hefur verið gert. Ég hef verið hvött til að tala um þetta efni af kon- um, sem skyldu kvenréttinda- málið og höfðu fengizt við það alla ævi sína. Enda þótt hvatn- ingin kæmi að vísu ekki fram á réttum tíma, hafa þessar kon- ur ef til vill kallað eftir ein- hverju, sem þær gátu haft gagn af, þrátt fyrir allt. Heiðarleg og óvilhöll leikmannsorð geta ein- mitt stundum verið gagnleg lærðum guðfræðingum. Sumarið 1939 var mikið, al- þjóðlegt kvennaþing haldið í Kaupmannahöfn. Þar töluðu merkar kvenréttindakonur frá öllum löndum, um þróun kven- réttindanna og vandamál. Mér var boðið að hlýða á þessa fyrir- lestra, og hefði ég gert það, væri ég nú vitrari en ég er. En nú hittist svo á, að brezki leikarinn John Gielgud, sem er gamall vinur minn, var einmitt þessa dagana að leika Hamlet á Krónborg. 1 staðinn fyrir að hlusta á þessa fræðandi fyrir- lestra, dvaldi ég nú heila viku í áhorfendasæti og bak við leik- tjöldin hjá brezku leikurunum, — í heimi Shakespeare’s, og þegar ég heyrði boðskapinn: ,,Breyzkleiki,nafn þitt er kona!“ — þá komu mér ekki andmæli í hug, heldur veitti ég þeim orð- um viðtöku eins og öðru. Þingnefnd, undir forustu vorr- ar ágætu kvenréttindakonu Estid Hein, gerði mér samt þann heiður að bjóða mér að halda lokaræðuna í kveðjuhófi þings- ins. Ég þakkaði frú Hein kær- lega, en svaraði: „Þetta hlut- verk get ég ekki tekið að mér,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.