Úrval - 01.10.1954, Side 8

Úrval - 01.10.1954, Side 8
6 ÚRVAL Ef litið er á sambandið milli þjóns og herra til samanburðar, skilst, að bezt verður samræmið, þegar báðir aðilar eru nokkuð líkir. Slíkt samræmi er meira milli Leanders og Hinriks en milli Leanders og Arns. En ég hef dvalið með herskáum kyn- flokkum eins og Masai- og Sóm- alimönnum, þar sem tilvera karla og kvenna var gjörólík og gagnkvæm aðlöðun var vissu- lega meginþáttur tilverunnar. Ég minnist þess, að ég reyndi að gera mér í hugarlund í safn- inu í Fanö, hvernig lífinu væri lifað í samfélagi, þar sem nálega allir karlmenn sigldu um úthöf- in umhverfis jörðina, en mjög fáar eða engar kvennanna komu nokkurn tíma á ævi sinni út úr eynni. Himinblámi fjarlægra staða hefur þó líklega hvelfzt yfir og niður fjarlægra úthafa hefur hljómað í eyrum Fanö- stúlknanna og giftu kvennanna, ungra og gamalla, sem spunnu í lágum stofum, þar sem ein- kennilegar skeljar voru á drag- kistunum, eða sóttu féð í nöpr- um vestannæðingum. Þær hafa lifað og hrærzt í stolti yfir víð- förlum farmönnunum og í óró og þrá eftir þeim. Þessir víð- förlu menn hafa kannski líka sótt undarlegan innblástur til kvennanna í hinum sérkennilegu Fanö-búningum og höfuðskýl- um, en heim til þeirra komu þeir úr ferðum sínum, og þær hlust- uðu varla á frásagnir þeirra um skipbrot, mannætur og sæslöng- ur, en sögðu þeim hinsvegar með ákafa, að kýrin prestsins hefði verið tvíkelfd, átt tvo kálfa skjöldótta. Mér skilst að í Fanö hafi ríkt samræmi og þar verið hamingjutímar, þegar sigling- arnar stóðu þar með blóma. Eitthvað líkt hlýtur að gilda um allar sæfaraþjóðir, og ég hygg, að tilvera þeirra hafi yfir- leitt verið auðug og full af grózku, — hún hafi einmitt vak- ið innblástur með sama móti og í Feneyjum, Hollandi og Bret- landi á þeim tímum, þegar þjóð- irnar mátu hver aðra eftir dugn- aði í siglingum. Ég get sagt það sem alger- lega persónulega skoðun mína, að því er snertir hlut karlkyns- ins í heiminum, að ég er á sama máli og Mussolini, sem sagði: „Non amo i sedentari! — Þeir, sem sitja kyrrir, hafa lítið eftir- læti af mér.“ Og ég er sannfærð um að í daglegu lífi og daglegum sam- skiptum fólks, sé samkeppni karla og kvenna í milli ófrjótt og ömurlegt fyrirbæri. Undan- tekningar eru til, og Atlanta og Gef jun eru reyndar dásamlegar verur, en venjulega verður samt þessi togstreita í sjálfri tilver- unni jafn ósanngjörn og óþörf og hún færi fram á íþróttavelli. Það er engin hamingja fyrir konu að ýta manni til hliðar, og það er engin niðurlæging fyrir karlmann að krjúpa fyrir konu. En það er niðurlægjandi fyrir konur að geta ekki virt karl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.