Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 11

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 11
ÞINGVEIZLURÆÐA 9 Reims — heldur er hún umrædd fyrir það, sem hún einfaldlega og eðlilega var, — sem „mærin af Orleans". Og sama máli gegnir, ef við líturn enn hærra, til þeirrar konu, sem í sögu aldanna hef- ur haft mesta þýðingu, sem gef- ið hefur innblástur til flestra stórra listaverka, hrifið og hrært sálirnar dýpst og um- breytt af mestum krafti hugsun manna og siðum, — þessi kona er María Guðsmóðir. Vald sitt hefur hún vegna þess, sem hún er. Guð skapaði himin og jörð, Kristur endurleysti mannkynið, en María Guðsmóðir vann engin stórvirki nema þetta, að ala Krist sem aðgerðarlaus þolandi og gefa alla veru sína Guði holdi klæddum. Mennirnir vænta heldur ekki né óska annars af hennar hendi. Á ferðum mínum til Suðurlanda hefur mér skilizt, að heilög María sé á vorum tím- um einasta himneska veran, sem miljónir manna elska í raun og veru. En ég held, að jafnvel þessar miljónir manna myndu standa furðu lostnar og jafnvel reiðast mér, ef ég segði þeim, að hún hefði gert þýðingarmikla uppfinningu, leyst erfiðar stærðfræði þrautir eða stofnsett og stjórnað með miklum ágæt- um húsmæðrafélagi í Nazaret. Nei, hún á einfaldlega að vera til. Iiimnadrottningin víkkar verund sína til alls mannkynsins og yfir alla jörð. Hún tekur sér ekki fyrir hendur að fljúga til tunglsins. Hún stendur á tungl- inu grafkyrr. Umhverfið hefur langtum meiri þýðingu fyrir konu en karlmann, því að það er ekki fyrir hennar sjónum tilviljun ein, óháð henni sjálfri. Um- hverfið er víkkun hennar eigin persónu. Reynsla mín er sú, að karlmaður hirðir alls ekki um umhverfi sitt, ef hann hefur að- stöðu og frið til að helga sig starfi, sem honum er hjartfólg- ið. Umhverfið þurrkast út úr huga hans. Hann getur setið innan um óhreinindi og rusl í kulda og súgi og verið fullkom- lega hamingjusamur. Plestum konum er óbærilegt að sitja í stofu, ef litirnir í henni eru þeim á móti skapi. Á sama hátt hafa fötin meiri þýðingu fyrir konur en karla. Sagt er, að konur skreyti sig fyrir karlmennina, eða hver fyrir aðra, en hvorugt held ég sé alveg rétt. Klæðnaður konunnar er fyrir hana stækkun hennar eigin persónu. Segja má, að handavinnan sé sérstakt merki eða tákn þessar- ar afstöðu. Handavinnuskraut hefur aldrei verið reglulegt verk eða starfsemi, heldur viðauki við raunverulega vinnu og starf- semi kvennanna, — og í vissum skilningi léttúðarglens. í handa- vinnunni hafa konur gert marga fagra muni og sígilda, en raun- verulegt gildi handavinnunnar nær lengra, og duglegustu og mikilhæfustu konur gætu reynd- ar sem bezt fengizt við sokka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.