Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 19
ÞINGVEIZLURÆÐA
17
að því er snertir skilning okkar
á kenningunni um, að hinir hæf-
ustu lifi af, því að sjálfsagt er
það augljóst að hreyfivélin get-
ur brotið eikina, en ekki er hægt
að hugsa sér, að eikin skemmi
vélina, en hvað leiðir svo af því ?
Sá, sem ekki á neitt sjálfstætt
eðli, — eða hefur enga tryggð
til að bera gegn slíku, — getur
ekki skapað. Nú hef ég reyndar
ekki átt við það, að konurnar
væru tré, en karlmennirnir vél-
ar, því að ég vildi brýna þetta
fyrir konum ekki síður en körl-
um nútímans: Að hugsa ekki að-
eins um, hvað þau vilja fram-
kvæma, en skyggnast djúpt eft-
ir því, hvað þau eru.
Eg held nefnilega, að nú í
dag þurfum við á að halda hand-
verksmönnum, sem gera ekki
heiminn aðeins undrandi yfir
því, hvað þeir geta framleitt,
heldur menn sem eru handverks-
menn, eins og gamli maðurinn,
sem Kaj Hoffmann segir um:
„Hversu fagur og ágætur er
hann ekki, gyllti spegillinn frá
tímum ömmu. Hversu djúpa
gleði hefur ekki list þín og elja
vakið þér, sem skapaðir þetta
verk fyrir lítil laun. Handverks-
maður, þú varst trúr og sterkur
og sál þín fögur.“
Hér á landi gætum við þurft
á að halda mönnum, sem geta
ekki aðeins sýnt metárangur
með hjálp dráttarvéla og þreski-
véla, heldur eru bændur, mönn-
um, sem geta ekki aðeins siglt
til Ameríku á met tíma, heldur
eru sjómenn, mönnum, sem hafa
ekki aðeins tekið mikil próf og
hafa alla þekkingu á fingrum
sér, heldur þeim, sem eru kenn-
arar, mönnum, sem geta ekki
aðeins ritað bækur, heldur eru
skáld. Og Paul la Cour skrifar:
Skáld er ekki sá, sem yrkir
kvæði, heldur sá, sem lifir lífi
sínu á nýjan hátt.
Já, hér hafið þið heyrt veizlu-
slitaræðuna ykkar, mínar stór-
gáfuðu og athafnasömu þing-
konur frá 1939. Þið hvöttuð mig
til að halda hana og ég hef nú
loksins og allt of seint orðið við
óskum ykkar og viðurkenni
hreinlega, að ég er óverðug
þessa starfs. Ef þið getið nú
ekki fallizt á það, sem ég hef
sagt, verðið þið þó að sýna um-
burðarlyndi gagnvart því.
A. B. þýddi.
□---□
„Skemmtilegast af öllu við Fernandel (Don Camillo) er ekki
það, að hann er eins og hross, heldur að hann er eins og hross,
sem er eins og maður.“
— Birgit Tengroth.
3