Úrval - 01.10.1954, Síða 23
HVER Á SÖKINA?
21
Hún kenndi um höfuðverk,
þreytu og að hún gæti ekki sofn-
að á eftir. Hann tók að þrá ein-
hverja konu, sem gæti veitt hon-
um unað. Hann fann hana á
vinnustaðnum. Eftir á fékk hann
samvizkubit, og til þess að deyfa
það fór hann að drekka. Hann
tók að kvíða fyrir heimkomunni.
I staðinn fór hann á veitinga-
hús. Hann viðurkennir að hann
drekki of mikið. Af öllu þessu
hefur hann orðið uppstökkur og
önugyndur. Hann vaknar
snemma á morgnana fullur
kvíða og ótta og hefur orðið að
fá sér ,,afréttir“. Ástandið hef-
ur stöðugt farið versnandi.
„Auðvitað hef ég skrökvað,
maður getur ekki sagt upp í
opið geðið á konunni sinni, að
maður hafi verið með annarri
konu“, segir hann. En hann gef-
ur henni ,,sökina“. Ef hún hefði
ekki orðið afundin og önuglynd
og neitað allri umgengni við
annað fólk, þá hefði þetta ekki
farið svona.
JÁ, HVER á sökina? 1 augum
þess, sem kynnist daglega
svona vandamálum er sú spurn-
ing út í bláinn. Fyrsta orsökin,
sem hægt er að greina, er las-
leiki konunnar. Hún hefur feng-
ið eitt af þessum algengu þreytu-
og þunglyndisköstum, er koma
eftir fæðingar og meðan konur
hafa barn á brjósti. Enginn hef-
ur gert sér grein fyrir að um
sjúkdóm væri að ræða. Getu-
leysi hennar hefur verið kallað
„illvilji" og ,,sljóleiki“. „Hún
getur ef hún bara vill“, segja
menn. Ef konan hefði í staðinn
fengið áþreifanlegan sjúkdóm,
t. d. liðagigt, þannig að hún
hefði neyðzt til að leggjast á
spítala, hefðu óþægindi manns-
ins orðið jafnmikil. En hann
hefði skilið, að hér var um sjúk-
dóm að ræða, og hann hefði
að öllum líkindum brugðizt við
á annan hátt. Honum hefði ekki
fundizt sem sér væri vísað á
bug, og hann hefði ekki talið á-
stand konunnar siðferðilega á-
mælisvert.
Á þeirri hjátrú, að vér „get-
um ef við viljum“ er oft klifað
við þá sem þjást af geðrænni
veilu, ef hún verður ekki svo al-
varleg, að öllum verður ljóst,
að um sjúklegar breytingar i
taugakerfinu sé að ræða. I dærn-
inu hér að framan skapa veik-
indi konunnar vítahring, sem
oft reynist ógerlegt að rjúfa. Á-
tökin aukast, óvináttan magn-
ast, áfengi kemur til sögunnar
og bætir gráu ofan á svart. —
Vinnuafköst mannsins rýrna,
fjárhagurinn versnar, börnin
bíða tjón, ef til vill varanlegt,
og upphafið að öllu þessu er
næsta algengur og meinlaus
sjúkdómur, sem þannig hefur
eitrað líf heillar f jölskyldu
EIR sem fást við taugasjúk-
dóma kynnast vikulega
dæmum eins og þessu. Tilbrigð-
in eru óteljandi. Hér er annað
dæmi: B er tvítugur unglings-