Úrval - 01.10.1954, Side 31
Getur Ijósmynd verið listaverk?
Úr „Vi“, Stokkhólmi.
ÞESSI 8PURNING hefur lítiö verið rcedd hér á landi, en mœtv
kannski teljast tímabœr nú þegar nýafstaðin er sýning á Ijós-
myndum í Reykjavík. Sýning þessi var á vegum Ljósmyndafélags
Reykjavíkur, sem telur innan sinna vébanda bceði atvinnu- og
áliugaljósmyndara. Mun œtlun félagsins að hafa sýningu öðru
livoru og ef til vill taka upp einhverja samvinnu við útlend
félög Ijósmyndara. — / Svíþjóð hefur spurningin um, listgildi
Ijósmynda lengi verið deiluefni, eins og 'greinarnar hér á eftir
bera með sér. Höfundur aðalgreinarinnar, Ulf Hárd, hefur um
áratug skrifað um Ijósmyndir í eitt af stórblöðum Svíþjóðar.
Svenska Dagbladet, og fjallað um þœr sem sjálfstœða listgrein
Greinin gaf ýmsum tilefni til að láta álit sitt í Ijós og birtasi
hér athugasemdir frá teiknaranum Harald Sallberg, sem er
nýskipaður prófessor við Listaháskólann í Stokkhólmi, I-Ians
Hammarskjöld, ungum Ijósm.yndara; fil dr. Ake Stavenow, rektor
Konstfachskólans, og fil. dr. Nils Palmgren, listgagnrýnanda.
Ulf Hárd frá Segerstad:
Ljósmyndin —
alþýðulist nútímans.
ímsir hafa án efa nuddað
augun þegar þeir opnuðu morg-
unblöðin í Stokkhólmi föstudag-
inn 15. janúar síðastliðinn. Þar
gat að líta frétt, sem gladdi
marga, en gerði kannski enn
fleiri gramt í geði. Undir fyrir-
sögninni: „Bærinn styður ljós-
myndalistina" stóð í einu blað-
inu:
„Listrænar ljósmyndir munu
— ef bæjarstjórnin samþykkn
— fá sinn hlut af því fé, sem
bærinn hefur veitt til stuðnings
rithöfundum, listamönnum, tón-
skáldum og leikurum í höfuð-
borginni síðan 1945 . . . Tomson
menningarfulltrúi bæjarins hef-
ur borið þessa tillögu fra.m og
bendir á, að ekki sé lengur hægi
að dæma ljósmyndalistina sem
endurspeglun veruleikans ein-
göngu. Um listfenga ljósmynd-
ara á hið sama við og um aðra
listamenn, að þeir tjá eitíhvað
annað og meira en þá sneið af
veruleikanum, sem ljósmynda-
vélin fangar . . . það er nauð-
synlegt að ijósmyndarar séu
látnir njóta, meira jafnréttis við