Úrval - 01.10.1954, Síða 36
34
tJRVAL
Ljósmyndarinn er mörgum
fremur í hópi þeirra sem auðga
reynslu vora af umheiminum.
Göran Schildt skrifar um hann
í bók sinni um París:
„Hundar, elskendur, heimilis-
laus úrhrök mannkynsins, þið
sem lifið á bökkum Signu og
látið seiðast af leyndardómi
fljótsins, finnið þið ekki að ein-
hver nálgast, ungur maður sem
heldur á undarlegum hlut í
hendinni og ber í brjósti miklu
heitari ósk en þið um að skilja
hin leyndu tákn, festa hendur á
einu augabragði úr fljóti tím-
ans, sigrast á einmannakennd-
inni og verða eiiífur eins og
steinarnir. Ljósmyndarinn
nálgast ykkur, listamaður nú-
tímans, búinn hinu tæknilega
fullkomna vopni sínu. Það heyr-
ist lágur smellur, en skotið geig-
ar ekki og hvítur reykurinn úr
fljótabátnum verður kyrr eins
og eilíflega óumbreytanleg
skrautsúla bak við kirkjugarðinn
hjá Signu. Þannig bindur Ijós-
myndarinn tímann, franikailar
líf og skapar þann töfragrip,
sem nefnist listaverk.
Harald Sallberg:
Ljósmyndun er
ekki list.
Kæri Ulf Hárd frá Segerstad!
Þú hefur tekið þér það bessa-
leyfi að birta með grein þinni
„Ljósmyndin — alþýðulist nú-
tímans“ prentmynd af teikningu
(raderingu) minni „Úr ráðhús-
turninum“. Ebersteins prófes-
sor, sem þú metur svo mikils,
gæti án efa frætt þig um rétt-
mæti þess að birta þannig mynd
í heimildarleysi. 1 grein þinni
tekur þú til umræðu að nýju
spurninguna: „Getur ljósmynd-
un verið list?“ — og í því sam-
bandi setur þú mynd mína við
hliðina á ljósmynd eftir C. G.
Rosenberg af sama mótífi.
I fyrstu var ég í hreinskilni
sagt sárgramur yfir þessu til-
tæki þínu, en við nánari athugun
myndanna gladdist ég yfir því
að þú skyldir gera þennan sam-
anburð. Þessar myndir sína
skírt og greinilega, að ljósmynd
getur ekki verið list og hafa
styrkt mig í þeirri sannfæringu
minni. Og það mun tæpast hafa
verið ætlun þín?
Mín mynd er raunsæ, en hún
er ekki sönn. (Aftur á móti
lýgur ljósmyndavélin aldrei,
eins og allir vita.) Fjarvíddin í
henni er ekki rétt, hlutföll og
gildi eru ekki í samræmi við
veruleikann, og er þetta m. a.
gert til þess að leggja áherzlu
á hve fallegur þessi hluti Ridd-
arahólmans er. Máfar hafa ver-
ið settir inn í myndina, sem að
öðru leyti er gegnhugsuð í bygg-
ingu sinni, hallandi lína hand-
riðsins í forgrunninum styður
myndina í stað þess að láta hana
detta niður til vinstri. Meðferð