Úrval - 01.10.1954, Page 40

Úrval - 01.10.1954, Page 40
38 ÚKVAL en hún getur aldrei keppt við málverkið. Ljósmyndin verður oft til á augnabliki þegar heppn- in er ljósmyndaranum sérlega hliðholl, þó að vakandi athygli og næmt auga hans ráði auð- vitað miklu. Persónuleiki ljós- myndarans á sinn mikla þátt í verki hans. Og þó, listaverkið, höggmyndin, málverkið verður til á allt annan hátt, á bak við sköpun þess liggur löng og erfið glíma andans við efnið. Við skulum því nefna hvert sínu nafni og rugla sem minnst saman hugtökum. Látum mál- arana keppa hvern við annan í viðleitni sinni til persónulegrar sköpunar, og látum ljósmynd- arana keppa hvern við annan. Það er heiðarlegast og réttast. Ulf Hárd frá Segerstad er glöggur og hleypidómalaus lista- gagnrýnandi. Ég er honum oft sammála — nema þegar um er að ræða ljósmyndir, sem ég hef í sannleika sagt lítinn áhuga á. Mér kæmi aldrei til hugar að setja ljósmyndir af listaverkum í safn mitt af höggmyndum, málverkum, teikningum og list- munum. 0-0-0 MIKLIR ÁHUGALJÓSMYNDARAR. Eftirfarandi saga er höfð eftir Art Buchwald, Parísarfrétta- ritara New York Herald Tribune um tvo áhugaljósmyndara, sem sátu i veitingahúsi í París og voru að spjalla saman. Annar var að segja frá því sem komið hafði fyrir hann um morguninn. Hann hafði verið á gangi í Boulogneskóginum þegar hann gekk fram á kerlingarhró, sem lá í hnypri undir strigatusku. Hún var soltin og klæðlítil og átti hvergi heima. Aðspurð sagði hún alla hörmungarsögu sína. Hún kvaðst einu sinni hafa verið ung og fög- ur greifafrú, eftirlæti heldrafólks um alla Evrópu. En svo dundi ógæfan yfir, hún missti allar eigur sínar, glataði heilsunni og nú var hún ekki annað en vesælt skar, sem ekkert hafði til að lifa af. „Aumingja kona,“ sagði sá sem hlustaði á söguna. „Hvað gafstu henni?" „Gaf henni — jú, sjáðu til, það var glaða sólskin, eins og þú veizt,“ sagði sögumaður, „svo ég gaf henni focus/11 á 1/100.“ — Newsweek.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.