Úrval - 01.10.1954, Síða 41
Danskur lseknir ræðir bók Kinseys um
kynhegðun konimnar, sem orðið hef-
ur umræðuefni manna um allan heim.
Konan, Kinsey og hegningarlögin.
Grein úr „Politiken",
eftir dr. med. Grethe Hartmann.
"DARÁTTAN fyrir því að fá
kynlífsrannsóknir viður-
kenndar sem vísindi hefur verið
háð af miklu kappi, allt fram að
skýrslu Kinseys, sem nú liggur
fyrir. Félagslegt gildi þessara
rannsókna mun sem sé í fram-
tíðinni verða undir því komið
hvort dómurinn um þær verður
,,vísindi“ eða ,,klám“. Segja má,
að í engilsaxneskum löndum
hafi það tekið yfirvöldin langan
tíma að finna markalínuna milli
vísindarita og klámrita. Heiðar-
legir rithöfundar voru dæmdir
í fangelsi fyrir klámskrif, meðal
þeirra hinn merki, enski vís-
indamaður Havelock Ellis: sjö
bindaverk hans, „Studies in the
Psychology of Sex“ (Rannsókn-
ir á sálfræði kynlífsins) var
þangað til fyrir 15 árum aðeins
hægt að fá gegn uppáskrift
læknis! Sama máli gegndi um
bækur Hirschfelds, Van de Velde
og annarra þekktra höfunda.
Það er í samræmi við þessar
venjur, að framan á kápunni á
síðustu skýrslu Kinseys um kyn-
hegðun hvítra kvenna stendur,
að þetta sé „a true scientific ap-
proach to human sexual behav-
iour“ (hreinvísindaleg rannsókn
á kynhegðun mannsins). Sem
rannsóknarefni verður Kinsey
að láta sér nægja það sem hann
getur fengið fólk til að segja um
sjálft sig á því reynslusviði, sem
maðurinn er sjálfsagt allra óá-
reiðanlegastur. Vandinn er svo
að finna þá spurningaaðferð,
sem gefur réttust svör. 1 því
skyni hafa Kinsey og samstarfs-
menn hans samið spurningalista
með meira en 300 spurningum,
sem öllum á að fá svarað í einu
samtali ef unnt er. Samtalið var-
ir í tvo tíma og eru ætlaðar 15—
20 sekúndur fyrir hverja spurn-
ingu og svar. Það er af ásettu
ráði að spurningarnar eru látn-
ar koma í þéttri röð án þess að
gefa umhugsunarfrest, eru þá
taldar minni líkur til, að að-
spurð fái tóm til að upphugsa
undanbrögð. Þetta væri sjálf-
sagt rétt, ef um almenna réttar-
rannsókn væri að ræða, en á
þessu sviði, þar sem ímyndun og
draumar ráða svo miklu, verður
tæpast komizt hjá að gera ráð
fyrir talsverðum skekkjum.