Úrval - 01.10.1954, Síða 41

Úrval - 01.10.1954, Síða 41
Danskur lseknir ræðir bók Kinseys um kynhegðun konimnar, sem orðið hef- ur umræðuefni manna um allan heim. Konan, Kinsey og hegningarlögin. Grein úr „Politiken", eftir dr. med. Grethe Hartmann. "DARÁTTAN fyrir því að fá kynlífsrannsóknir viður- kenndar sem vísindi hefur verið háð af miklu kappi, allt fram að skýrslu Kinseys, sem nú liggur fyrir. Félagslegt gildi þessara rannsókna mun sem sé í fram- tíðinni verða undir því komið hvort dómurinn um þær verður ,,vísindi“ eða ,,klám“. Segja má, að í engilsaxneskum löndum hafi það tekið yfirvöldin langan tíma að finna markalínuna milli vísindarita og klámrita. Heiðar- legir rithöfundar voru dæmdir í fangelsi fyrir klámskrif, meðal þeirra hinn merki, enski vís- indamaður Havelock Ellis: sjö bindaverk hans, „Studies in the Psychology of Sex“ (Rannsókn- ir á sálfræði kynlífsins) var þangað til fyrir 15 árum aðeins hægt að fá gegn uppáskrift læknis! Sama máli gegndi um bækur Hirschfelds, Van de Velde og annarra þekktra höfunda. Það er í samræmi við þessar venjur, að framan á kápunni á síðustu skýrslu Kinseys um kyn- hegðun hvítra kvenna stendur, að þetta sé „a true scientific ap- proach to human sexual behav- iour“ (hreinvísindaleg rannsókn á kynhegðun mannsins). Sem rannsóknarefni verður Kinsey að láta sér nægja það sem hann getur fengið fólk til að segja um sjálft sig á því reynslusviði, sem maðurinn er sjálfsagt allra óá- reiðanlegastur. Vandinn er svo að finna þá spurningaaðferð, sem gefur réttust svör. 1 því skyni hafa Kinsey og samstarfs- menn hans samið spurningalista með meira en 300 spurningum, sem öllum á að fá svarað í einu samtali ef unnt er. Samtalið var- ir í tvo tíma og eru ætlaðar 15— 20 sekúndur fyrir hverja spurn- ingu og svar. Það er af ásettu ráði að spurningarnar eru látn- ar koma í þéttri röð án þess að gefa umhugsunarfrest, eru þá taldar minni líkur til, að að- spurð fái tóm til að upphugsa undanbrögð. Þetta væri sjálf- sagt rétt, ef um almenna réttar- rannsókn væri að ræða, en á þessu sviði, þar sem ímyndun og draumar ráða svo miklu, verður tæpast komizt hjá að gera ráð fyrir talsverðum skekkjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.