Úrval - 01.10.1954, Side 47

Úrval - 01.10.1954, Side 47
STAÐA LlFSINS 1 ALHEIMINUM 45 kenningin kom fram, höfum vér kynnzt geimgeislunum, sem svo eru nefndir. Um lífið á yfirborði jarðar má að vísu segja, að það sé sæmilega varið fyrir þeim, en lífsfrjó, sem vera kynnu á sveimi um himingeiminn, hlytu þeir að drepa fyrr eða síðar. Auk þess hlyti ferðalag slíkra frjókorna frá einu sólkerfi til annars að taka lengri tíma en komið getur til greina í þessu tilliti. Það má meira að segja fullyrða samkvæmt eðli málsins, að alsæðistilgátan leysir oss ekki undan nauðsyn þess að gera ráð fyrir nokkurs konar „frum- kviknun" (þ. Urzeugung) hins fyrsta lífs úr ólífrænum efnis- tegundum, því að á grundvelli vitneskju vorrar nú er trauðla hægt að léttlæta kenningu Brúnó um eilífa tilvist alheimsins, og þar með fellur auðvitað líka hugmyndin um ævaranleik lífs- ins. Reynslan sýnir tvímæla- laust, að eðli alheimsins er þró- un, en engan veginn eilíf hring- rás og endurtekning, og fyrir svo sem fjórum milljörðum ára munu hvergi í alheiminum hafa átt sér stað skilyrði til lífs. Það verðurþví naumasthjáþví komizt að gera ráð fyrir, að líf- ið á jörðinni hafi kviknað ann- aðhvort þar eða á einhverri ann- arri af plánetum sólkerfisins. Það, hversu lifið á jörðinni hef- ur náð háu þróunarstigi, er ef- laust því að þakka, að þar hafa komið saman óvenjumörg heppi- leg skilyrði lífsþróunar fyrir til- viljun, sem hlýtur að vera mjög fágæt. Því betur sem oss lær- ist að skilja eðli jarðarinnar og því fyllri þekkingar sem oss tekst að afla, að því er varðar allar aðstæður á öðrum plánet- um sólkerfisins, því ljósara verð. ur oss, hversu óvenjulegt það muni vera, að öll þessi hagstæðu skilyrði hittist á í einu. Engin önnur pláneta í voru sólkerfi hefur nándarnærri jafn- góð lífsskilyrði að bjóða og jörð- in. Ekkert af tunglum þeirra hefur lofthvolf nema Satúrnus- artunglið Títanus, en á þeim hnetti er allt of kalt til þess að þar geti verið um líf að ræða. Það eru aðeins innri pláneturn- ar, frá Mars að telja, sem kynnu að geta fóstrað æðri líftegundir, er tækju orku sína úr sólarljós- inu. Á Júpíter mætti ef til vill hugsa sér einhvers konar frum- stæðar líftegundir svífandi í neðri loftlögunum og takandi orku sína af jarðhita hnattar- ins, sem losna myndi úr læðingi fyrir eldsumbi’ot. Slíkar ágizk- anir hafa sennilega við lítil rök að styðjast, auk þess sem þær verða hvorki sannaðar né af- sannaðar á þessu stigi vísind- anna. Um Merkúríus er það að segja, að þar gætu ekki verið nein til- tök lífs vegna skorts á vatni. Með því að þessi pláneta hefur engan daglegan möndulsnúning, heldur snýr alltaf sömu hliðinni að sólu, hlýtur sú hlið að vera heitari en svo, að blý gæti hald-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.