Úrval - 01.10.1954, Side 48
46
ÚRVAL
izt þar óbráðið, en hin níst hel-
kulda himingeimsins. Venus er
hins vegar umlukin liér um bil
100 km þykkum skýjahjúp, svo
að varla myndi sólarljós, svo
að teljandi væri, komast þar í
gegn niður að yfirborði hnatt-
arins. Þess vegna verður víst
líka að telja einkar ósennilegt,
að líf sé á þeirri stjörnu.
Aftur á móti mun það yfir-
leitt vera álit fremstu sérfræð-
inga nú á tímum, að líf sé á
Mars. Þar er sem sé breitt belti
um miðbik hnattarins, grænleitt
að sjá og breytilegt eftir árs-
tíðum, og er í rauninni rík á-
stæða til að ætla, að þarna sé
um einhvers konar gróður að
ræða, því að græni liturinn verð-
ur tæplega skýrður, sé ekki gert
ráð fyrir öðru en ólífrænum efn-
um, og því síður árstíðaskipti
hans. Það er og ekki sízt at-
hyglisvert í þessu efni, að græn-
an, sem einkennir fyrrnefnt
belti, virðist hafa nokkurn end-
urnýjunarhæfileika, því að
svæðin næst fyrir norðan og
sunnan eru eyðimerkur, gul-
rauðar að lit, þar sem einatt
geisa miklir sandstormar. Sand-
fjúk þetta hefur verið vandlega
athugað. Yfirleittt má segja, að
veðurfræði Marsstjörnu sé litlu
miður kunn í meginatriðum en
veðurfræði jarðarinnar. Þó að
fjarlægðin sé svona mikil, hef-
ur hún þann kost með sér, að
hægt er að skoða síbreytilegan
skýjahjúp stjörnunnar utan frá
og í heild. Af athugun skýjafars
og rykbylgja má því fá góða
hugmynd um gang vinda í loft-
hvolfinu. Hinir sífelldu sand-
stormar hljóta að bera mikið af
þessu rauðleita ryki inn yfir
,,hitabeltis“-svæði stjörnunnar.
Þetta ryk hlyti með tímanum að
þekja græna beltið og gera það
eins á litinn og eyðimerkurnar
beggja vegna, ef ekki væri fyrr-
greindur endurnýjunarhæfileiki,
sem varla getur verið öðru að
þakka en einhvers konar gróðri.
Ekki mega menn þó gera sér
í hugarlund, að í „hitabeltinu"
á Mars sé einhvers konar frum-
skógagróður. Það er sem sé vit-
að, að á Mars er nær ekkert
vatn. Að vísu sjást þar ofurlitl-
ar hvítar kollhúfur á báðum
heimskautunum, og þar er tví-
mælalaust um frosið vatn að
ræða, en ekki kolsýrusnjó, eins
og haldið var um eitt skeið. Samt
má ekki ætla, að þetta sé neitt
svipað heimskautajöklum jarð-
arinnar. Sennilega eru þessi
svæði einungis þakin þunnu
hrímlagi. Yfirleitt er vatns-
magnið á Mars svo óverulegt,
að gróðurbreiðan um miðbikið
getur ekki verið nema brot úr
millímetra að þykkt. Og þar sem
loftslagi í ,,hitabelti“ hnattarins
hlýtur að svipa til þess, sem er
í heimskautaauðnum jarðarinn-
ar, getur það líf, sem þar kann
að eiga sér stað, varla verið á
öllu hærra stigi en sá fátæklegi
fléttugróður, sem í þúsundum
tegunda þekur börkinn á ýms-
um trjátegundum og yfirborð