Úrval - 01.10.1954, Síða 54
52
ÚRVAL
arnir höfðu hefnt ránsferða
Spánverjanna. Kólumbus reisti
nýtt virki og vildi friðmælast
við eyjarskegjgja, en hinir
spönsku sjálfboðaliðar, sem lát-
ið höfðu ginnast af sögum um
gull og gnægð dýrra málma,
tóku brátt að þrælka Indíánana
á plantekrum sínum og í nám-
um. Þegar Kólumbus dó á
Spáni 20. maí 1506, yfirgefinn
og öllum gleymdur, hafði Spán-
verjum næstum tekizt að út-
rýma öllum Indíánum á Haiti.
Þjáningar Indíánanna voru svo
skelfilegar, að Bartolomeo de
Las Casas biskup kærði með-
ferðina á þeim til hæstaréttar
á Spáni. Árangurinn varð sá, að
árið 1517 voru 4000 negraþrælar
flu.ttir frá Guineu til þess að
vinna verstu þrælaverkin á
plantekrum Haiti.
En Indíánunum varð ekki
forðað frá tortímingu með
þessu. Árið 1533 buðu Spánverj-
ar ,,Henry“, höfðingja Arwak-
indíánanna og 600 þegnum hans
fríríki í nánd við San Domingo.
En Spánverjar voru nú ekki
lengur einráðir á eyjunni. Ensk-
ir, franskir og hollenzkir sjó-
ræningjar náðu fótfestu á norð-
vesturströnd Haiti og þaðan
gerðu þeir árásir á spönsk skip.
Frakkar urðu brátt í meirhluta,
og 1697 urðu Spánverjar að láta
af hendi við Frakkland þriðjung
eyjunnar vestanverðan.
,,Saint-Domingue“, eins og
þessi hluti var nú kallaður, varð
brátt auðugasta nýlenda Frakk-
lands. I lok 18. aldar var hún
metin á hálfan annan milljarða
livres (um 8000 milljónir
króna). Mesti hluti verðsins (1,1
milljarður livres) var fólginn í
þeim 405,000 negraþrælum, sem
þá voru eign um 27000 hvítra
sykurrófna- og kaffiplantekru-
eigenda á eynni.
Á spænska hluta eyjunnar,
sem nú heitir Dominika lýðveld-
ið, þar sem bjuggu aðeins 125,-
000 manna á stærra landssvæði,
voru hvítir menn og múlattar
jafnréttháir og meðferð á þræl-
um tiltölulega góð, gagnstætt
því sem var í Saint-Domingue.
Þegar alþýða Parísar gerði árás
á Bastilluna, hið illræmda fang-
elsi borgarinnar, árið 1789,
vöknuðu frelsisvonir í brjóstum
þeirra 22000 múlatta í Saint-
Domingue, sem áttu að heita
frjálsir en voru algerlega rétt-
lausir. Þeir sendu tvo af for-
ingjum sínum til Parísar og
þeir fengu hina nýju þjóðarsam-
kundu Frakklands til að sam-
þykkja lagalegt jafnrétti múl-
attanna við hvíta menn. En þeg-
ar þeir komu aftur til nýlend-
unnar, létu hinir hvítu plant-
ekrueigendur fangelsa þá og
pynda.
Þetta atfetli varð merki til
negranna í Saint-Domingue um
að gera uppreisn. Þrælarnir
hófu uppreisn víða um landið,
plantekrur voru brenndar til
ösku og tugþúsundir manna í
beggja liði létu lífið. Að lokum
leituðu nokkrir hvítir landnem-