Úrval - 01.10.1954, Page 72
70
TjTR V AL
Vesturveldanna áætla að Sovét-
ríkin starfræki nú milli 70 og
80 stöðvar þar norður frá. Auk
þess eiga Rússar fleiri og öfl-
ugri ísbrjóta en nokkur önnur
þjóð. Talið er og að Rússar séu
mörgum árum á undan bæði
Kanada og Bandaríkjunum í
þekkingu á straumum, ísreki,
siglingum og veðurfari á norður-
heimsskautssvæðinu.
Fyrstu 15 valdaár kommún-
ista í Rússlandi voru heims-
skautsrannsóknir þeirra lítt
skipulagðar. En seinna á árinu
1932 voru. siglingar um norður-
leiðina (norður af Síberíu) sett-
ar undir eina stofnun — Glav-
sevmorput, eins og Rússar kalla
hana.
Glavsevmorput var — og er
— feiknamikil stofnun. Upphaf-
legt hlutverk hennar var að reka
siglingar frá Murmansk til
Beringssunds, en smám saman
voru ýmsar aðrar starfsgreinar
innlimaðar í hana, svo sem flug-
mál, hreindýrarækt og kolanám
í heimsskautslöndunum. Starfs-
lið hennar komst brátt upp í
30000 manns og yfirráðasvæði
hennar náði yfir 9 milljónir km2.
Allt gekk vel hjá Glavsevmor-
put þangað til 1937. Þeim kaup-
förum fjölgaði stöðugt sem
komust milli enda Sovétríkjanna
um norðurleiðina. Rannsóknar-
steiðvum hennar — sumar mann-
aðar 50—60 vísindamönnum, —
fjölgaði jafnt og þétt, flugvélar
hennar gerðu veðurathuganir
þar sem veðrin eiga upptök sín,
haffræðingar hennar kortlögðu
strauma og ísrek. Viðfangsefn-
unum fjölgaði, tekin var upp
flúorspar-námugröftur, hrein-
dýrakynbætur, jarðfræðirann-
sóknir, bygging íshafna, sigling-
ar um hinar þrjár stórár Norð-
ur-Síberíu og Rússlands, Ioð-
skinnaiðnaður, jarðvegsrann-
ir og menntun og menning hinna
norðlægu íbúa.
En allt þetta hrundi, þegar
rangar veðurspár og seinagang-
ur olli því að 26 skip festust í
hafísnum. Hver ísbrjóturinn á
fætur öðrurn var sendur til að
bjarga þeirn, en þeir festust líka.
Þennan vetur festust sjö af átta
ísbrjótum Glavsevmorputs, og
var einn þeirra fastur í tvö ár.
Þetta gerðist um sama leyti
og réttarhöldin miklu voru í
Rússlandi. Mörg hundruð starfs-
menn Glavsevmorput, þeirra á
meðal flestir æðstu menn stofn-
unarinnar, voru reknir, sumir
fangelsaðir og dæmdir.
I ágúst 1938 var Glavsevmor-
put skorinn þrengri stakkur.
Hlutverk þess skyldi héðan af
vera ,,að ná valdi yfir norðrinu".
Síðan hefur Glavsevmorput í
rauninni gert Norðuríshafið að
rússnesku innhafi. Flestum af-
rekum stofnunarinnar hefur
verið haldið stranglega leynd-
um, þangað til nú á síðustu mán-
uðum, að stjórnin í Moskvu hef-
ur skýrt frá ýmsu varðandi að-
gerðir sínar í norðurhöfum. Hún
segist hafa haldið uppi rann-
sóknarstöðvum á fljótandi ís-