Úrval - 01.10.1954, Page 81
ANTON TJEKOV
Hinn 1. júlí í sumar voru 50 ár liðin frá því rússneska skáldið
Anton Tjekov lézt. í tilefni þess var hans minnzt um allan hinn
menntaða heim sem eins af höfuðskáldum heimsbókmenntanna.
Sem smásagnaskáld hefur hann jafnan verið talinn í hópi hinna
fáu útvöidu, en hann er einnig mikið leikritaskáld og raunar braut-
ryðjandi á því sviði; hafa leikrit hans verið mikið leikin víða
um heim, einkum þó hin allra síðustu ár, og er sem menn hafi
vaknað til nýs skilnings á gildi þeirra. — Úrval hefur áður birt
tvær sögur eftir Tjekov, en notar nú tækifærið til að kynna les-
endum sínum höfundinn sjálfan, jafnframt þvl sem það flytur
sögu eftir hann. Fyrst birtist stutt æviágrip skáldsins, tekið úr
formála að Penguin-útgáfu á þrem leikritum þess, eftir Elisaveta
Fen. Síðan koma endurminningar Gorki, samtíðarhöfundar og
vinar skáldsins. Bregða þær upp einkar Ijósri mynd af mann-
kostum og skapgerð Tjekovs og eru vel til þess fallnar að auka
og dýpka skilning lesandans á verkum hans. — Myndin, sem hér
fylgir, er af Tjekov (til vinstri) og Gorki.
"ú ffVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllIIIIIIIIIIIIWIlflllllllllllllll