Úrval - 01.10.1954, Side 96

Úrval - 01.10.1954, Side 96
94 ÚR.VAL, „Auðvitað er það sjúkdómur,“ sagði Anton Pavlovits. „Á lat- ínu heitir hann morbus affecta- tionis.“ Til allrar hamingju kunni konan ekki latínu, eða lét sem hún kynni hana ekki. „Gagnrýnendurnir eru eins og mýflugur sem áreyta dráttar- hesta,“ sagði Tjekov og brosti dauflega. „Hesturinn stritar án afláts, sérhver vöðvi þaninn eins og strengur í kontrabassa. Og þá tyllir flugan sér á lend hans, suðar og stingur. Hann verður að kipra húðina og sletta tagl- inu. Og hvað er flugan að suða ? Eflaust veit hún það ekki sjálf. Það er bara óró í henni, hún vill að eftir sér sé tekið: „Líka ég er til, líka ég get suðað og suðað um alla hluti.“ 1 tuttugu og fimm ár hef ég lesið gagnrýni um sögur mínar, og ég man ekki eftir einni merkilegri athuga- semd, ég hef aldrei heyrt neitt gagnlegt ráð. I eitt einasta skipti hefur gagnrýnandi haft einhver áhrif á mig: það var sá sem skrifaði að ég mundi deyja ölvaður, undir múrvegg . . .“ I gráum, raunalegum augum hans glóði næstum fínlegur háðsglampi; en stundum urðu augu hans kuldaleg, skörp og hörð; þá varð hin mjúka, ein- læga rödd hans hranalegri; og mér virtist þess vegna að þessi hógværi maður gæti, ef hann teldi það réttmætt, risið gegn fjandsamlegum öflum af festu og einbeittni, án þess nokkurn tíma að bogna. En stundum virtist mér að afstaða hans til mannanna dyldi eins konar kjarkleysi sem nálg- aðist kalda og þögula örvænt- ingu. „Furðuleg er rússneska þjóð- in,“ sagði hann við mig einu sinni. „Hún er eins og sigti sem engu heldur. I æsku gleypa menn allt sem fyrir þeim verður, og síðan, upp úr þrítugsaldri, er ekkert eftir af öllu þessu nema gráleitur salli. Til þess að lifa virðulega, mannúðlega, verður maður að vinna. Vinna af ást og trúfestu. En þetta kunnum við ekki. Þegar húsa- meistarinn hefur byggt eitt eða tvö þokkaleg hús, sökkvir hann sér niður í spilamennsku, þar unir hann sér alla ævina, eða þá hann rolast í bakgöngum leikhúsanna. Þegar læknirinn hefur aflað sér nógu margra viðskiptavina, hættir hann að fylgjast með vísindalegum framförum, les ekkert annað en Hjúkrunarblaðiö og er sann- færður um það á fertugsaldrin- um að allir sjúkdómar spretti af forkælun. Ég hef aldrei hitt skrifstofumann sem botnar upp né niður í starfi sínu; oftast býr hann í höfuðborginni eða í aðalstöð ríkisstjórnarinnar, og setur saman alls konar úrskurði sem sendir eru til framkvæmda úti á landi. En um þá sem þessi pappírar svipta frelsi til að hreyfa sig, hugsar skrifstofu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.