Úrval - 01.10.1954, Síða 102

Úrval - 01.10.1954, Síða 102
100 tJRVAL vafðist jafnan tunga um tönn, en meðal kvenna var hann í ess- inu sínu, varð aldrei orðlaus og vissi alltaf hvernig hann átti að hegða sér, og jafnvel þó að hann þegði, fór hann ekkert hjá sér. Það var eitthvað aðlaðandi í útliti hans og skaphöfn, sem hreif konur og töfraði þær; hann vissi það, og það var líka eitthvað dularfullt afl, sem lað- aði hann að þeim. Hin margvíslega og bitra reynsla hans á þessu sviði hafði kennt honum fyrir löngu, að það sem hefst sem yndisleg dægradvöl og unaðslegt ævin- týri, veldur á endanum sárs- auka og áhyggjum, ekki sízt þegar í hlut eiga karlmennirnir í Moskvu, sem eru svifaseinir, ó- ákveðnir og vanir heimilisaga, því að þá snýst æfintýrið að lok- um upp í bráðhættulegt og flók- ið vandamál. En hvenær sem liann kynntist ókunnri konu og varð hrifinn af henni, þá gleymdi hann fyrri reynslu sinni, hann langaði til að lifa lífinu, og allt virtist brosa við honum og vera leikur einn. Og svo var það eitt kvöld, þegar hann sat að snæðingi í garðinum, að konan með barða- stóra hattinn settist við næsta borð. Hann sá það í svip henn- ar, fasi og klæðaburði, að hún var hefðarkona, að hún var gift, að hún hafði ekki komið áður til Yalta, að hún var ein síns liðs, og að henni leiddist . .. Orðrómurinn um lauslæti og ó- siðsemi í borginni er mjög orð- um aukinn. Hann fyrirleit slík- ar slúðursögur, því að hann vissi, að þær voru yfirleitt komn- ar frá fólki, sem hefði verið reiðubúið að syndga, ef það hefði haft tækifæri til þess, en þegar konan settist við næsta borð, aðeins faðm frá honum, minntist hann fornra ástarævin- týra og ferða upp til fjalla; og hann varð allt í einu altekinn af þrá eftir nýju ævintýri, stundar- gamni með ókunnri konu, sem hann vissi ekki einu sinni hvað hét. Hann kallaði á hundinn og lokkaði hann til sín með fingr- inum. Hundurinn fór að urra. Gomov hélt áfram að lokka hann með fingrinum. Konan leit sem snöggvast á hann og varð allt í einu niður- lút. „Hann bítur ekki,“ sagði hún og roðnaði. „Má ég gefa honum bein?“ — og þegar hún kinkaði kolli til samþykkis, spurði hann hana vingjarnlega. „Hafið þér verið lengi í Yalta?“ „Fimm daga“. „Og ég er bráðum búinn að þrauka hérna í tvær vikur.“ Þau þögðu góða stund. „Tíminn líður fljótt“, sagði hún, „og þó er frámunalega leiðinlegt hérna.“ „Það er venja að segja að það sé leiðinlegt hér. Fólk unir sér vel í leiðindabælum eins og Bieliev eða Zhidra, en það er ekki fyrr komið hingað en það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.