Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 112

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 112
110 ÚRVAL um annað en þig. Ég hef lifað í hugsuninni um þig . . . Og mig langaði að gleyma, að gleyma, en hversvegna, hversvegna komstu?“ Á stigapallinum fyrir ofan þau stóðu tveir skólapiltar og reyktu og horfðu á þau, en Gomov var sama. Hann vafði hana örmum og kyssti hana á vanga og hendur. „Hvað ertu að gera? Hvað ertu að gera?“ sagði hún skelfd og ýtti honum frá sér . . . „Við erum bæði brjáluð. Þú verður að fara burt í kvöld. Þú verður að fara strax . . . Eg særi þig við allt sem þér er heilagt, ég grátbið þig . . . Fólkið er að koma ■—■ “ Það gekk einhver framhjá þeim upp stigann. „Þú verður að fara héðan,“ hvíslaði Anna Sergueyevna. „Heyrir þú það, Dimitri Dimi- trich ? Ég skal koma til Moskvu. Ég hef aldrei verið hamingju- söm. Nú er ég óhamingjusöm, og ég verð aldrei, aldrei ham- ingjusöm. Kveldu mig ekki leng- ur. Ég sver, að ég skal koma til Moskvu. Og nú skulum við skilja. Elskan mín, elsku vinur- inn minn, við verðum að skilja!“ Hún tók í hönd hans og gekk síðan hratt niður stigann, en hafði þó ekki augun af honum, og það var auðséð að hún var sorgbitin. Gomov stóð stundar- korn í sömu sporum og hlust- aði; síðan, þegar allt var orðið hljótt, sótti hann frakkann sinn og fór úr leikhúsinu. IV. Og Anna Sergueyevna fór að venja komur sínar til Moskvu til þess að hitta hann. Hún fór frá S. á tveggja til þriggja mánaða fresti og sagði manni sínum að hún væri að leita sér lækningar hjá sér- fræðingi í kvensjúkdómum. Eig- inmaðurinn vissi ekki hvort liann átti að trúa henni eða tor- tryggja hana. I Moskvu dvaldi hún á Slavi- ansky Basar og kom strax boð- um til Gomovs. Hann hraðaði sér til hennar, og engin mann- eskja í Moskvu hafði hugmynd um samfundi þeirra. Einn vetrarmorgun, þegar hann var á leiðinni til hennar eins og venjulega — hann hafði ekki fengið boðin frá henni kvöldið áður — var dóttir hans í fylgd með honum, því að skól- inn sem hún var í var skammt þaðan. Það var slydda, og stór- ar, votar snjóflyksur féllu til jarðar. „Þriggja stiga hiti“, sagði hann, „og samt snjór. En hitinn er aðeins við yfirborð jarðarinn- ar. Uppi í loftinu er miklu kald- ara.“ „Já, pabbi. Hvers vegna er aldrei þrumuveður á veturna?“ Hann skýrði það fyrir henni líka, og um leið og hann talaði var hann að hugsa um stefnu- mótið, og enginn lifandi sál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.