Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 70
68
URVAL
hann aftur á dyr, ögn hærra
en áður, og hún læðist fram og
opnar.“
Lífslist: ,,Ekkert meta menn-
imir jafnmikils og það, að mað-
ur taki þátt í örlögum þeirra.
Einkum á þetta við um karl-
mennina, en ég undanskil þó
ekki konurnar. Hrjóti manni ó-
vingjarnlegt orð af vörum, þótt
í ógáti sé, harmar maður það
ætíð. Við eigum alltaf að leita
tækifæris að láta aðra
vita, að okkur sé annt
um líðan þeirra. Vin-
gjarnlegt orð í garð
þess sem ekki átti von
á því, hefur oft á tíð-
um gert kraftaverk.
Þessar reglur eru svo
einfaldar og auðskild-
ar - og þó, hversu fáir
eru það ekki, semleggja
sér þær á hjarta.“
Stefnumótid: „Einnig vetur-
inn getur búið yfir óumræði-
legum töfrum, þegar maður
hjúfrar sig undir hlýja sæng-
ina við hlið elskhuga síns, eins
og kanína í holu sinni. Þá er
lokkandi að hlusta á hljóm
musterisklukknanna, sem berst
upp til okkar úr djúpunum. Og
það er eins og fyrsta hanagalið
komi langt að, því að nefið á
hananum er enn á kafi í hlýju
fiðrinu, unz það magnast og
stígur og virðist koma nær og
nær.“
Hin rétta stund: „Regnið
gerir mig alltaf angurværa og
þunglynda. Á meðan rignir get
ég ekki hugsað um annað en hve
lengi rigningin muni vara. En
komi einhver að næturþeli þeg-
ar himinninn er heiður og mán-
inn skín, mun ég ætíð minnast
hans með ánægju, þó að liðnir
séu dagar og mánuðir, já, ár,
síðan hann kom síðast. Og þó
að staðurinn sé ekki sem heppi-
legastur og maður eigi stöðugt
á hættu að vera ónáðaður, eða
aðeins sé tóm til að skiptast
á fáeinum orðum —
þá finn ég samt, að
seinna, þegar aðstæð-
urnar verða heppilegri,
mun ég leyfa gestin-
um að dvelja yfir nótt-
ina.
Komi karlmaður að
opnum dyrum, getur
hann ekki gert annað
betra en að ganga
inn.“
Sannur herra og dóni: „Ég
hef andstyggð á þeim herra,
sem ekur einn í vagni sínum
til hátíðahaldanna, hvernig svo
sem hann er að öðru leyti. Menn
skyldu alltaf taka með sér ungt
fólk, sem hefur sanna gleði af
slíku.
Ég fyrirlít einnig þann herra,
sem yfirgefur ástmey sína í
morgunsárið og þreifar fyrir
sér í myrkrinu meðan hann er
að leita að blævængnum sínum
og vasaklútnum og tautar: hvað
getur hafa orðið af þeim! Loks
finnur hann hina týndu muni
og stingur þeim með fyrirgangi
á sig. Og þegar hann fer blak-