Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 69
„KODDABÓKIN"
67
boði þinn er nýfarinn af stað
þegar þér kemur í hug eina
orðið sem ávantaði til að gera
ljóðið fullkomið. Slíkt getur gert
mann brjálaðan!"
„Ung kona er dálítið gröm
— hversvegna veit hún ekki
sjálf — og fer úr rekkjunni
sem hún hvílir í með elskhuga
sínum, til þess að finna sér
annan svefnstað. Með blíðuhót-
um reynir hann að fá hana til
að vera kyrra, en hún
er ófús, og hann hugs-
ar: en hvað hún er
duttlungaf ull og k jána-
leg í kvöld! Og hann
hjúfrar sig niður og
dregur sængina upp
fyrir höku. Nóttin er
köld og hún er í þunn-
um náttserk einum
klæða. Ó, hvað henni
er kalt og hvað hún
vorkennir sjálfri sér, henni
finnst hún vera alein vakandi
í öllum heiminum. Hve miklu
skynsamlegra hefði ekki ver-
ið að byrja þennan leik fyrr
og semja síðan frið. Heyrið
þessi undarlegu hljóð fyrir
utan og nú einnig í hinum her-
bergjunum! Hún. laumast aftur
að hvílunni og lyftir sænginni
hægt til þess að komast inn
undir. Ó, og hann þykist sofa
vært og tautar: af hverju ertu
ekki svolítið lengur með ólund?“
Fagurt: Ándlit barns sem
bítur í melónu. Þriggja ára barn
að leik finnur eitthvað á jörð-
inni, rígheldur því með fallegu
litlu höndunum sínurn og færir
þér það svo að þú megir dást
að því. Að raða saman snepl-
um af bréfi, sem einhver ann-
ar hefur rifið og kastað frá sér
í óvarkárni, og sneplarnir falla
þannig saman að hægt er að
lesa bréfið.“
Að næturþeli: ,,Ég fyllist un-
aði við þá tilfinningu ssm fylg-
ir því að þurfa alltaf að gæta
sín, að vera á verði allan dag-
inn, en þó meira á
nóttunni þegar maður
verður á hverri stundu
að vera viðbúinn ein-
hverju óvæntu. Alla
nóttina heyrir maður
frammi í anddyrinu
fótatak manna sem eru
að koma og fara. Nú
er staðnæmzt úti fyr-
ir, fyrir utan tilteknar
dyr. Svo heyrir maður
drepið á dyrnar, varlega og
mjög leyndardómsfullt, með ein-
um fingri. Ó, stundin þegar hún
veit: það er hann! Fyrst lætur
hún hann halda áfram að drepa
á dyrnar stundarkorn, án þess
að láta til sín heyra. Auðvitað
vill hún ekki, að hann haldi að
hún sé í fasta svefni, þessvegna
gefur hún til kynna, með því
að láta skrjáfa lágt í silkikjóln-
um sínum, að hún sé vakandi.
Hún hlustar og heyrir hvernig
hann blakar blævæng sínum
hægt og gætilega. Á veturna
heyrir hann lágt glamrið í skör-
ungnum, þegar hún raðar við-
urkolum á eldinn. Nú drepur