Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 13

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 13
SIÐGÆÐI ÁN TRÚAR 11 allan vanda. Barnið hefur mikl- ar og óbeizlaðar sjálfshugðir og auðvitað hljóta þær að koma oft í ljós á óþægilegan og óvið- felldinn hátt. Tökum hið sígilda dæmi um barnið, sem er af- brýðisamt og fjandsamlegt ný- fæddu systkini. Það vandamál má útkljá með lipurð og lagni, en oft er þetta svo svæsið, að varla er vogandi að skilja barn- ið eitt eftir hjá hvítvoðungnum. Komi þetta fyrir, er nauðsyn- legt, að foreldranir fyllist hvorki viðbjóði né verði harmi lostnir. Þeir ættu ekki að láta barninu finnast, hvorki af því, sem þeir segja né af því, sem þeir láta ósagt, að þeir hafi búizt við, að því þætti vænt um litla barnið eða þeim þyki leiðinlegt og óeðlilegt, að svo skuli ekki vera. Þetta skýrir út eitt af grund- vallaratriðum barnauppeldis. Og það er, að enda þótt barn- ið þurfi hjálpar og hvatningar við til að sigrast á árásarkennd- um sínum, á ekki að láta því finnast, að það sé ljótt og ó- eðlilegt að hafa þær. Við höfum þær öll. Þær eru hluti af eðlis- lægri arfleifð okkar. Og einn hinn mesti skerfur, sem nútíma sálarfræði hefir lagt mannlegri hamingju, er að leiða í ljós þá staðreynd og viðurkenna hana, að engin ástæða er að fyllast sektarkennd, þó að við finnum hjá okkur frumstæðar hvatir, ef við reynum af fremsta megni að hafa hemil á þeim. Annað atriði: Það er óvitur- legt af foreldrum að gera allt- of háar kröfur um óeigingimi barnanna. Stundum gera for- eldrar þetta, og halda þá ef til vill að betra sé að krefjast meira en hægt er að búast við að fá, annars fáist kannske ekkert. Þetta er mikill misskiln- ingur. Ég ætla að sýna fram á það með dæmi. Hinn mikli sál- arfræðingur Susan Isaacs segir á einum stað frá því, hvernig gáfuð móðir bar undir hana þennan vanda. Hún átti litla telpu, einkabarn. Þær áttu heima á afskekktum stað, og einu börnin, sem um var að ræða fyrir leikfélaga, voru heldur illa siðuð og mikil á lofti. I hvert skipti sem þau komu þangað heim, brotnaði eitthvað af leikföngum litlu telpunnar. Það var því ekki að undra, þó að hún færi að líta þessar heimsóknir heldur illu auga. Móðirin spurði: ,,Væri það rangt, — myndi það ýta undir eigingirnina — að fara burtu með brothættustu leik- fengin, þegar von er á þessum börnum?“ Svarið var, að auðvitað væri það ekki rangt. Það var einmitt það, sem átti að gera. Hví skyldi ekki virða eignarétt litlu telpunnar til jafns við eignarétt fullorðinna? Ef móðirin hefði átt einhvern dýrgrip, — segj- um nýjan loðfeld —, myndi hún ekki lána hann þeim, sem hún væri viss um, að skemmdi hann. 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.