Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 20

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL smíða tækið og var aðstoðar- læknir Crafoords við Sabbats- berg sjúkrahúsið, Yiking Björck, hafður með í ráðum. Björck komst að því með til- raunum á dýrum, að hann gat stöðvað hina eðlilegu blóðrás um stimd, án þess dýrin dæju, með því að sjá heila þeirra fyrir súrefnismettuðu blóði. Smíðað var tæki og byrjað á tilraunum með skurðaðgerðum á hjarta án þess að hjarta eða lungu störf- uðu. Árið 1949 dó Andersson og tilraununum var hætt í bili. En árið eftir tók annar verkfræð- ingur AGA, Per Anton Ástrads- son, upp þráðinn að nýju. 1 stað Björcks kom annar aðstoð- armaður Crafoords, Áke Senn- ing. Var nú tekið til við verk- efnið af tvífeldum áhuga. Árið 1951 gátu þeir félagar flutt skýrslu um árangurinn af til- raunum sínum á alþjóðaþingi skurðlækna í París. Þeir skýrðu frá því að þeim hefði tekizt að halda lífi í tveim hundum með tæki sínu meðan á hjarta- aðgerð stóð — eftir að allt blóð hafði verið dælt úr hjörtum þeirra! Vandinn var nú sá að finna aðferð til að stöðva hjartað eins langan tíma og þurfti til að gera skurðaðgerð á því, án þess að valda tjóni á lijarta- vöðvanum. Bílhreyfillinn gaf þeim hugmyndina. Á sama hátt og bílhreyfill getur gengið þótt bíllinn standi kyrr, væri kannski hægt að fá hjartað til að stanza, en halda á meðan lífi í hjarta- taugunum á þann hátt að senda 1 gegnum þær smáraflost. Til- raunir voru gerðar á hundum, köttum, músum, kanínum og marsvínum í tilraunarstofum Sabbatsberg sjúkrahússins, og það tókst að halda lífi í dýr- unum í fimm-sex klukkutíma án þess að hjörtu þeirra störf- uðu. Með því að gefa þeim sterkara raflost tókst að koma hjartanu af stað aftur. Hjarta- vöðvarnir voru óskemmdir og varð ekki annað fundið en þeir störfuðu eðlilega þrátt fyrir nákvæmar rannsóknir, sem gerðar voru á eftir. Senning læknir og Ástrads- son verkfræðingur unnu þúsund- ir klukkustunda að þessum til- raunum. Það kostaði 350 þúsund krónur að smíða tilraunatækið. Sigrast þurfti á mörgum tækni- legum vandamálum. Gler var t.d. alltof hart til þess að nota mætti það í tækið; það skadd- aði blóðkornin. Auk þess varð að koma í veg fyrir að loftból- ur mynduðust í tækinu. Ein lítil loftbóla gat grandað sjúklingn- um ef hún kæmist til heilans. Og blóðmagnið, sem kom frá sjúklingnum — það gat verið breytilegt við eina og sömu að- gerð — varð að vera nákvæm- lega jafnmikið og það, sem dælt var inn í líkamann aftur úr tæk- inu. Ástradsson leysti öll þessi vandamál og að hans áliti er gangöryggi tækisins óbrigðult.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.