Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 111

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 111
VETURSETA Á SVALBARÐA 10» ísbreiðunni færist smámsaman nær. Það er maðurinn minn, sólbrendur og hræðilega horað- ur. Hann kemur tómhentur. Is- inn var líka samfelldur hjá Sveini og engin veiði. En Sveinn sendir mér lítinn poka af þurrk- uðum lauk. Karl kemur aftur í byrjun apríl. Hann varð hvergi var við neitt kvikt, ef frá eru taldar tvær rjúpur, sem hann skaut. Karl er þreytulegur í andlitinu, en augu hans ljóma. Hann er kominn aftur til mannabyggða. * I dag er 12. apríl og Her- mann er úti að smíða grind, sem hann ætlar að hengja refa- skinn á. Allt í einu ber hann á gluggann og segir okkur Karli að koma út. „Hlustið þið“, segir hann og ljómar af ánægju. Við heyrum mannsrödd í fjarska: ,,Hæ, hæ.“ Von bráðar komum við auga á sleða við fjallsræturnar — hann er svo lítill, að hann líkist leikfangi. Hermann veit hver þarna er á ferð; það er Nois, kunningi hans — veiðimaðurinn sem smíðaði kofann okkar. I næstu andrá er sleðinn kom- inn að kofanum. Við erum him- inlifandi yfir því að fá gest og Nois er glaður yfir því að við skulum öll vera frísk. Hann fær- ir okkur óhemju af bréfum sem við förum strax að lesa af á- fergju. Síðan segir Nois okkur nýjustu fréttir. En miðdegisverðurinn er ekki upp á marga fiska. Við segjum Nois frá kjötskortinum, sem við eigum við að búa. „Já, hér er enga björg að fá“, segir hann. „En þið komið til mín um páskana. Ég hef nóg af rjúpum, og ég hef geymt krukku af ávaxtamauki handa ykkur.“ Ég verð undrandi þegar mér er sagt, að við eigum að verða samferða Nois suður eftir tvo daga, til þess að við getum kom- ist heim með fyrsta skipinu. Þeir Hermann komu sér saman um þetta í haust. Enda þótt mig langi heim, get ég varla trúað því að við förum svo skyndilega héðan. En ég skipti mér ekkert af ákvörð- unum karlmannanna. Ég fer að búa mig undir brottförina. Kvöldið áður förum við snemma í rúmið. Þegar allir eru sofnaðir, læðist ég út, til þess að horfa yfir landið og kveðja það. Það er kyrrt og fagurt veður. Endurspeglan sólarljóssins við sjóndeildarhringinn í norðri varpar gulum bjarma á fjöll- in. Og yfir öllu ríkir kyrrð og friður sem ekki á sinn líka í þessum heimi. Ég læðist aftur inn í kofann. Eg finn það á mér að ég fer ekki héðan á morgun. Ég get það ekki . . . Ég get ekki farið. Ég veit að það verður enn fag- urra hér, þegar dýrin koma aftur og allt vaknar til lífsins. Daginn eftir skýri ég karl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.