Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
Til umhugsunar.
Úr „Det Hele“.
Á hóteli einu í Flórída fengu
gestirnir eitt sinn með morgun-
blöðunum miða frá stjórn hót-
elsins. Á miðanum stóð: „Kæri
gestur, hér eru nokkur orð til
íhugunar: Árið 1923 var hald-
inn mikilvægur fundur á hóteli
í Chicago. Þar voru saman-
komnir átta mestu fjármála-
menn heimsins: forstjóri
stærsta óháða stáliðjuvers í
heimi, forseti stærstu lánsfjár-
stofnunar í heimi, mesti hveiti-
sali heimsins, forstjóri kaup-
hallarinnar í New York, ráð-
herra í stjórn Bandaríkjanna,
tveir fjársterkustu víxlarar í
New York og bankastjóri Bank
of International Settlements.
Þér munuð án efa viðurkenna,
að hér hafi verið samankomnir
í einum hóp þeir menn sem hvað
mestri velgengni áttu að fagna
í heiminum, að minnsta kosti
kunnu þeir manna bezt þá list
,,að græða peninga". Við skul-
um nú athuga hver urðu örlög
þessara manna.
Sá fyrsti, Charles Schwab,
varð gjaldþrota og lifði á lánum
síðustu fimm ár ævinnar. Ann-
ar, Samuel Ingull, dó sem alls-
laus flóttamaður í ókunnu landi.
Sá þriðji, Arthur Cutten, dó
einnig eignalaus í útlöndum. Sá
fjórði, Richard Whitney, var
fyrir skömmu látinn laus úr
Sing-Sing fangelsi. Sá fimmti,
Albert Fall, lenti einnig í fang-
elsi, en var náðaður, svo að hann
gæti fengið að deyja á heimili
sínu. Þrír þeir síðustu, Jesse
Livermore, Ivar Kreuger, sænski
eldspýtnakóngurinn, og Leon
Fraser, frömdu allir sjálfsmorð.
Þessir menn kunnu listina að
græða peninga, en enginn af
þeim hafði lært listina að lifa.
Gætuð þér hugsað yður að
vera einum degi lengur á hóteli
voru?“
URVAL
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
greiðsla Tjamargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: Úrval, póst-
hólf 365, Reykjavík.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.