Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 96
VETURSETA Á SVALBARÐA.
EGAR ég ákvað að dveljast
vetrarlangt hjá eiginmanni
mínum á norðurslóðum, töldu
allir það hina mestu fásinnu.
Fólk sagði, að ég mundi frjósa
í hel, fá skyrbjúg og lifa mesta
eymdarlífi. Og þeir tímar komu,
þegar mér þótti sem þetta fólk
hefði haft rétt fyrir sér.
Maðurinn minn hafði alltaf
þráð að búa í kofa norður við
íshaf, þótt við værum bæði bor-
in og barnfædd í Mið-Evrópu.
Loks varð honum að ósk sinni.
Hann tók þátt í vísindaleiðangri,
varð eftir þegar leiðangurs-
mennirnir héldu heim, og lifði
á veiðum. Hann skrifaði mér:
„Yfirgefðu allt og komdu hing-
að norður til mín“.
Ég hafði gert mér í hugar-
lund, að heimskautslöndin væru
ekkert annað en gaddfreðin, ó-
hugnanleg auðn. En þegar ég
las dagbækur mannsins míns,
komst ég smám saman á aðra
skoðun. Þar var sagt frá dýra-
lífinu og töfrum auðnarinnar,
hinni kynlegu birtu yfir landinu
og einkennilegri uppljómun hug-
ans í kyrrð heimskautsvetrar-
ins. Það var varla minnzt á
kulda, storma eða aðra erfið-
leika.
Mér fór að geðjast betur að
litla kofanum á Svalbarða, sem
hann var að lýsa fyrir mér. Ég
var húsmóðir og þurfti því ekki
að fara í neina hættulega leið-
angra. Ég gæti setið við ofn-
inn í kofanum, prjónað sokka,
málað, lesið og sofið eins og
mig lysti. Ég gæti setið í hlýju
og öruggu skjóli og virt fyrir
mér fegurð heimskautsnætur-
innar. Ég afréð að fara.
*
Það var á heiðum júlídegi, að
ég fór í skíðaföt og trausta
gönguskó, kvaddi fjölskyldu
mína og steig um borð í skip,
sem átti að sigla norður fyrir
Noreg. Við sigldum framhjá hin
um fögru fjörðum Noregs, og
landslagið varð hrjóstrugra og
eyðilegra, eftir því sem norðar
dró. Hvassir og naktir fjalla-
tindar risu upp úr hafinu. Manni
datt í hug, að þannig hefði ver-
ið umhorfs á jörðinni, þegar
Syndaflóðið stóð sem hæst.
Innan skamms vorum við
komin norður undir Bjarnareyj-
ar — og það kólnaði óðum í
lofti. Við sigldum framhjá suð-
urodda Svalbarða, þessari
stóru, eyðilegu eyju í íshafinu.
í austurátt, undir lágum skýja-
bakka, sást bláleitur f jallgarður
með hvítum skriðjökulstungum.
„Þarna er Longyear City,
norska kolanáman,“ sagði ein-
hver. „Það er yzta útvirki menn-
ingarinnar.“