Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 33
EITT AF FURÐUVERKUM HEIMS Á KVIKMYND
31
draga sleða með risastóru
líkneski, líklega um 60 lestir
að þyngd, má ráða að stein-
blakkirnar hafa verið dregnar
upp frá fljótinu á bjálkasleð-
um eftir braut, sem afbarkaðir
trjábolir voru lagðir þvert á,
hlið við hlið. Þrælar drógu sleð-
ann, en verkstjórinn stóð á
blökkinni og stjórnaði drættin-
um. Aðrir menn jusu vatni á
trjábolina, til þess að ekki
kviknaði í meiðunum. Það er
ekki vísindalega sannað, að
þetta hafi verið skábraut, en
vitað er að Egyptar kunnu að
nota skáborð. Hinn kunni norski
fornleifafræðingur Petrie pró-
fessor telur mestar líkur til, að
blakkirnar hafa verið dregnar
upp skrábraut, sem lá með jöfn-
um halla frá ánni upp að pýra-
midanum. Hafi þessi skábraut
verið hlaðin úr sandi. og eftir
því sem byggingu pýramídans
miðaði áfram var brautin hækk-
uð, unz toppinum var náð. Halli
brautarinnar hefur þá verið
rúmar 20°, og er það að vísu
nokkuð mikið, en þegar þess er
gætt, að bíll getur ekið upp 37°
halla, er engan veginn ótrúlegt,
að þrælar faraós hafi getað
dregið steinblakkirnar upp þann
halla.
Lagning skábrautarinnar hef-
ur ein út af fyrir sig verið geysi-
legt verk, en þó ekkert í saman-
burði við byggingu sjálfs pýra-
mídans. Engar leifar hafa fund-
izt af henni, en ætla má, að jafn-
óðum og hin gljáfægða kalkhúð
■— sem ekki er heidur til lengur
— var lögð á pýramídann ofan
frá, háfi skábrautin verið lækk-
uð, unz hún hafði verið jöfnuð
við jörðu.
Samkvæmt heimild Heródóts,
var lokið við að reisa pýramíd-
ann á 20 árum. Fast starfslið
við bygginguna var 4000 manns
— múrarar og handverksmenn,
vafalaust færustu iðnaðarmenn
landsins. Auk þess voru 100.000
,,lausamenn“, árlega kvaddir til
úr hópi fellanna, en svo nefnd-
ust hinir ánauðugu, átthaga-
bundnu bændur landsins. Voru
þeir skyldaðir til að vinna 12
vikur yfir regntímann, frá ágúst
til nóvember, meðan flóðin í Níl
stóðu yfir, en þá gátu bændur
hvort eð var ekki unnið að land-
búnaðarstörfum. Þetta var eins-
konar þegnskylduvinna, sem
lögð var á auðmjúka þegna hins
almáttuga faraós.
Svipað fyrirkomulag er al-
kunnúgt í öðrum einræðisríkj-
um, en í landi faráóanna náði
einræðið fullkomnun, sem það
hefur ekki náð síðan. Og pýra-
mídinn er tákn þess. Hann var
ekki aðeins veldis- og heiðurs-
tákn um hinn almáttuga faraó,
hann var persónugervingur
hans, reistur í hinu friðhelga
nafni hans. Allt starf var unnið
í þágu ríkisins, og ríkið var
faraó, í honum sameinaðist trú-
in, réttvísin og öll stjórn lands-
ins. Lénsmennirnir kváðu upp
dóma sína í nafni Kúfús, sem
var í senn æðsti hershöfðingi