Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 22
Þúsund króna seðillinn.
Smásaga
eftir Kelvin Lindemann.
MARGARETA ABELIN stóð
andartak úti við gluggann
og andaði að sér gróðurilminum
úr Lindingögarðinum. Stórar,
þungar, rauðar rósir héngu í
klösum á veggnum í skini síð-
sumarsólarinnar. Síðan vætti
hún eyrnarsneplana og brjóstið
með ilmvatninu, sem hún hafði
notað alla tíð frá því að hún
giftist. Það var koparbrúð-
kaupsdagurinn hennar í dag,
hún var búin að vera gift í
tólf og hálft ár.
Kristófer Abelin, maður
hennar, hafði verið kallaður á
fund í f jármálaráðuneytinu. Það
þurfti að ræða ýmis atriði í
sambandi við útgáfu nýju seðl-
anna. Hún hafði verið ein allan
daginn og allt kvöldið.
Hún tók blöðin, sem vinnu-
stúlkan hafði lagt á bakkann
með ávaxtasafanum og kexinu,
smeygði sér upp í rúmið og
leitaði að stöð með lágum jazzi
á útvarpstækinu. Hún lét blöð-
in liggja á silkiábreiðunni. Þau
birtu öll sömu myndina, sem
hún hafði skoðað þar til hún
kunni hvert strik og hvern
depil utan að. Hún lét augun
reika um stóra, fallega svefn-
herbergið, þar sem hún hafði átt
svo margar hamingjustundir
og orðið svo oft fyrir vonbrigð-
um í öll þessi ár.
Hafði hún brotið mikið af sér ?
Hún vissi það ekki sjálf. En hún
mundi ekki taka það nærri sér
þó að Kristófer óskaði eftir
skilnaði. Hún hafði frá upphafi
gert sér grein fyrir skyldum
sínum gagnvart gamla bank-
anum, þar sem hann var banka-
stjóri. Fimta kynslóðin. Auk
þess var óhugsandi að Kristófer
Abelin — „Ekkja Abelins og
sonur“ — mundi sætta sig við
að vera gerður að athlægi. Já,
það var ekki fyrr en nú (þegar
það var orðið of seint), að
Margareta gerði sér fullkom-
lega ljóst, hve viðsjárverður
verknaður hennar var.
*
Það voru tvö ár síðan. Hún
hafði tekið þátt í hinni árlegu
skemmtiferð með starfstúlkum
bankans. Þær höfðu skemmt sér
ljómandi vel. Lítill gufubátur
hafði beðið ferðbúinn og fimm-
tíu sumarklæddar stúlkur höfðu
safnast saman á bryggjunni.