Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 49
ENGILLINN 1 DIEN BIEN FU
47
nngur liðþjálfi úr fallhlífarlið-
inu. Bak hans er eitt opið sár.
Af hverju fékk hann ekki að
deyja strax? Óafvitandi skaut
upp í huga mér endurminningu,
atriði úr kvikmynd sem ég sá
þegar ég var um tvítugt. Við
hlið mér sat prestur og grét.
í>að var kvikmyndin Tíöinda-
laust á vesturvígstöðvunum.
Sviðið er lítil sveitakirkja, þétt
setin sðerðum, kveinandi her-
mönnum — alveg eins og hér.
Prestur stóð fyrir altari og var
að messa á sunnudagsmorgni.
Bak við súlu stóð hermaður og
í andlit hans var sem meitluð
öll sú þjáning, sem ríkti um-
hverfis hann. Gegnum allt þetta
streymdu tónar Ave Maria eftir
Schubert og hermaðurinn ein-
blíndi á Kristsmyndina yfir alt-
arinu. Ég man hann sagði:
„Góði guð, láttu koma daga
hungurs og þorsta, láttu slys
og hættur steðja að mér, en
hlífðu mér — ég bið þig, góði
guð, hlífðu mér við þjáningum!
Góði guð, þyrmdu lífi mínu . . .“
Óttinn virtist hafa náð tökum
á þessum unga fallhlífarher-
manni. Við höfðum gert að sár-
um hans, en guð einn gat sagt
hvort hann hefði það af. Hann
var við fulla meðvitund. Og í
hvert skipti sem ég gekk fram
hjá honum, hóf hann upp spurn-
ingar sínar og bænir: — Segið
það við mig, majór, ég get ekki
dáið . . . Skelfingin ríkti í star-
andi augum hans, svitinn spratt
fram á enni hans.
Fyrir utan geisaði hin djöf-
ullega orusta áfram. Ég staul-
aðist hálfmeðvitundarlaus móti
grárri skímunni, sem greina
mátti óljóst við endann á gang-
inum fyrir utan neðanjarðar-
virkið. Þar lét ég fallast upp
að vegg og horfði á skýin, sem
sigldu hátíðlega yfir himinhvolf-
ið. En skyldan kallaði til síðustu
vitjunar þessa dags — dags,
sem varað hafði þrjá sólar-
hringa.
Ég staðnæmdist í dyrunum.
Þarna lá ungi liðþjálfinn úr fall-
hlífarliðinu. Augnaráð hans var
stirðnað og annarlegur friður
hvíldi yfir andliti hans. Ég varð
að endurtaka spurningu mína:
Af hverju fékk hann ekki að
deyja strax?
EG HEYRÐI hljóðan grát og
gekk inn fyrir. Fyrir aftan
mig heyrði ég veika rödd sem
hvíslaði: Ó, ég þrái svo heitt
að sofna og vakna aldrei aftur.
Þegar ég sneri mér við, sá ég
Geneviéve standa upp við vegg-
inn. I augum hennar glitruðu
tár.
— Hann var frá Normandie,
næstum hvíslaði hún. Hann
sagði mér alla ævisögu sína, um
föður sinn, óbreyttan bónda,
um systkini sín og móður sína
— litla konu, lotna í herðum.
Hann róaðist þegar hann talaði
um hana. Það var eins og öll
angist hyrfi. Hann talaði við
mig eins og ég væri móðir hans,
greip skjálfandi í hönd mína