Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 48
yfirlæknirinn í Dien Bien Fu lýsir hetjulund
og dug'naði frönsku hjiikrunarkonunnar, sem
öll heimsblöðin kepptust u:n að hrósa
og kölluð var —
Engillinn í Ðien Bien Fu.
Úr bókinni „Ég var læknir í Dien Bien Fu“,
eftir A. Grauwin yfirlækni.
EG drap í sígarettunni, þegar
sá fyrsti kom. Allt var
reiðubúið. Pérez hafði tekið til
flöskurnar með plasma og blóði.
Bacus hafði dauðhreinsað skál-
ar síns og meðfram veggnum
í ganginum hafði N’Diaye rað-
að siúkrabörunum hlið við
hlið . . .
Það var skæruliði, tólf ára
gamall drengur, sem orðið hafði
fyrir sprengju í opinni skotgröf.
Ég lyfti upp hermannatreyj-
unni, sem einhver hafði fleygt
yfir hann. Varir hans voru hálf
opnar, augun lokuð. Við fyrstu
sýn sé ég, að hann muni ekki
þurfa að kvíða framar ógnum
styrjaldar — holið er tætt í
sundur. Innri blæðing er svo
mikil, að erfitt er að gera sér
grein fyrir meiðslunum. En þess
gerist ekki þörf — höfuð hans
hnígur út á aðra hliðina og eft-
ir stuttan kipp er lífið fjar-
að út.
Skotdrunurnar nálgast. Gólf-
ið titrar og það glamrar í tækj-
unum í skápnum sem Pérez
stendur hjá. Hann er með grisju
fyrir vitunum, en augun sjást
og þau endurspegla geðró, bið-
lund. Deudon blístrar meðan
hann blandar drykk úr sítrónu-
dufti, sykri og eimuðu vatni.
Svo heyrist traðk úti fyrir,
blandað mannamáli og kvein-
stöfum særðra manna. Að-
streymið er byrjað. Á skammri
stund er gangurinn fullur. Úti
er engum vært. Sprengjur falla,
moíd og möl flýgur um loft-
ið . . .
Tveir hjúkrunarmenn hafa
látið niður síðustu byrði sína
á skurðarborðið, eina auða stað-
inn. Ég hvessi á þá augun. I
þessu ríki sundurtætts holds,
skínandi málms, gibs og blóðs
er öllum skilningi ofaukið. Ég
neyðist til að snúa mér við, þeg-
ar ég heyri rödd fyrir aftan
mig.
— Nei, ég vil ekki deyja, ég
vil það ekki! Ó, komið hingað,
majór, hingað til mín — hlust-
ið á mig . . . Ég get ekki dá-
ið . . .
Orð hans deyja út í hvísli og
hann skelfur af gráti. Þetta er