Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 37
Kunnur, sænskur rithöfundur, sem
sjálfur var aldrei kvæntur, —
skrifar hér —
Hugíeiðingar um hamingju eigmannsins.
IJr Ritgerðasafni
eftir Frans <3. Bengtsson.
fJÁLÆRÐUR Spánverji, dokt-
or í skólaspeki, sem uppi
var fyrir löngu og ég man því
miður ekki lengur hvað hét,
tók sér eitt sinn fyrir hendur
að svara spurningu, sem í
sjálfu sér er ekki ómerkiieg og
margir hafa brotið heilann um
bæði fyrr og síðar. Spurning-
in var þessi: hvernig á höfund-
ur að fara að skrifa eitthvað
sem er þess virði að það sé
lesið. Svar hans var eins og
vænta mátti þrauthugsað, ár-
angur djúprar skarpskyggni og
mikils lærdóms. Setti hann
það fram í 28 liðum og var sá
fyrsti og veigamesti á þá leið,
að höfundur eigi einungis að
skrifa um efni sem hann hefur
góða þekkingu og glöggan
skilning á. Fræðilega hefur
þessi óttalega meginregla hins
spænska doktors aldrei verið
hrakir, svo vitað sé; og þótt
þúsundir skrifandi handa brjóti
daglega í bága við hana stend-
ur hún óhögguð, án efa mörg-
um til angurs. Á hinn bóginn
er það léttir að minnsta kosti
frá vissu sjónarmiði, að henni
skuli fylgt eins lítið og raun
ber vitni. Því að hve mikið
haldið þið að skrifað yrði í
heiminum ef við mættum að-
eins skrifa um það sem við
þekkjum af eigin reynd? Vafa-
laust ekki ýkjamikið, a. m. k.
ekki nema brot af því sem nú
er skrifað. Við gætum skrifað
af þekkingu um veðrið, um dag-
leg störf okkar, um okkar eig-
ið (sem betur fer næsta merki-
lega) sálarlíf; en þar fyrir ut-
an er hætt við að ekki yrði um
auðugan garð að gresja. Ef til
vill yrði það ekki til tjóns fyrir
bókelskandi almenning, en
áreiðanlega í sumum tilfellum
til mikilla leiðinda.
Við látum því oft hinar
ströngu reglur hins spænska
skólaspekings lönd og leiðir
og hættum okkur inn á svið
þar sem þekking okkar er tak-
mörkuð, hugmyndir okkar ó-
ljósar og reynsla okkar lítil
eða engin. Hvernig þetta er
hægt er atvinnuleyndarmál,
sem ekki er unnt að ljóstra upp
og sem ánægðir lesendur ættu
ekki, sjálfra sín vegna, að vera