Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 37

Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 37
Kunnur, sænskur rithöfundur, sem sjálfur var aldrei kvæntur, — skrifar hér — Hugíeiðingar um hamingju eigmannsins. IJr Ritgerðasafni eftir Frans <3. Bengtsson. fJÁLÆRÐUR Spánverji, dokt- or í skólaspeki, sem uppi var fyrir löngu og ég man því miður ekki lengur hvað hét, tók sér eitt sinn fyrir hendur að svara spurningu, sem í sjálfu sér er ekki ómerkiieg og margir hafa brotið heilann um bæði fyrr og síðar. Spurning- in var þessi: hvernig á höfund- ur að fara að skrifa eitthvað sem er þess virði að það sé lesið. Svar hans var eins og vænta mátti þrauthugsað, ár- angur djúprar skarpskyggni og mikils lærdóms. Setti hann það fram í 28 liðum og var sá fyrsti og veigamesti á þá leið, að höfundur eigi einungis að skrifa um efni sem hann hefur góða þekkingu og glöggan skilning á. Fræðilega hefur þessi óttalega meginregla hins spænska doktors aldrei verið hrakir, svo vitað sé; og þótt þúsundir skrifandi handa brjóti daglega í bága við hana stend- ur hún óhögguð, án efa mörg- um til angurs. Á hinn bóginn er það léttir að minnsta kosti frá vissu sjónarmiði, að henni skuli fylgt eins lítið og raun ber vitni. Því að hve mikið haldið þið að skrifað yrði í heiminum ef við mættum að- eins skrifa um það sem við þekkjum af eigin reynd? Vafa- laust ekki ýkjamikið, a. m. k. ekki nema brot af því sem nú er skrifað. Við gætum skrifað af þekkingu um veðrið, um dag- leg störf okkar, um okkar eig- ið (sem betur fer næsta merki- lega) sálarlíf; en þar fyrir ut- an er hætt við að ekki yrði um auðugan garð að gresja. Ef til vill yrði það ekki til tjóns fyrir bókelskandi almenning, en áreiðanlega í sumum tilfellum til mikilla leiðinda. Við látum því oft hinar ströngu reglur hins spænska skólaspekings lönd og leiðir og hættum okkur inn á svið þar sem þekking okkar er tak- mörkuð, hugmyndir okkar ó- ljósar og reynsla okkar lítil eða engin. Hvernig þetta er hægt er atvinnuleyndarmál, sem ekki er unnt að ljóstra upp og sem ánægðir lesendur ættu ekki, sjálfra sín vegna, að vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.